Færsluflokkur: Vefurinn

Markaðssetning á netinu fyrir fjársvelt fyriræki

Af því að markaðssetning á netinu er sérstakt hugarefni hjá mér ákvað ég að henda hér inn nokrum punktum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Auðvitað vill maður alltaf fá sem mest fyrir peningin þegar markaðsmál eru annars vegar og því mikilvægt að þekkja þær leiðir sem eru ekki bara ódýrar heldur líka árangursríkar.

Hér eru því fimm frábærar leiðir til að fá mikið fyrir lítið í markaðssetningu á netinu.

1. Byrjaðu strax að safna netföngum

Það er gulls ígildi að eiga góðan netfangalista. Fólk sem hefur keypt vörur eða þjónustu hjá þér og er ánægt er mjög líklegt til að kaupa aftur. Það að hafa samband við þessa viðskiptavini í gegnum tölvupóst er tilvalið því það kostar lítið eða ekkert.

Að sjálfsögðu áttu að reyna að fá alla sem heimsækja heimasíðuna þína til að skilja eftir nafn og netfang. Ef þú ert með verslun eða skrifstofu er líka um að gera að safna netföngum hjá viðskiptavinum þar.

Ef þú gætir þess að senda viðskiptavinum þínum áhugaverð fréttabréf sem þeir nenna að lesa, þá ertu ekki bara búinn að opna samskiptaleið til að selja í gegnum heldur geturðu líka notað þessa leið til að miðla upplýsingum og fræðslu sem gera þig að sérfræðingnum í þínu fagi.

2. Árangur í leitarvélum getur við ódýr

Vefir íslenskra fyrirtækja eru almennt ekki vel leitarvélabestaðir og margir hverjir bara alls ekki neitt bestaðir. Fyrir vikið getur verið auðvelt að ná mjög góðum árangri í leitarvélum og skjóta samkeppninni ref fyrir rass. Stundum þarf mjög lítið til en það fer auðvitað eftir því í hvaða geira þú ert og hvers eðlis samkeppnin er.

Oft er nóg að gera einfalda leitarorðagreiningu og fá vefsíðugerðarfyrirtækið þitt til að setja inn svokölluð Meta Tags og gæta þess að leitarorð séu á réttum stöðum í innihaldi á síðunni. Stundum er þó nauðsynlegt að fara skrefinu lengra og ráðfæra sig við leitarvélasérfræðinga eins og til dæmis Netráðgjöf, t.d. til að tryggja að leitarorðagreiningin sé rétt framkvæmd.

Google er stærsta auglýsingaskilti veraldar og því mikilvægt að nýta sér leitarvélabestun!

3. Keyptu smelli frekar en dýra vefborða

Í stað þess að fjárfesta í dýrum vefborðum hjá t.d. fréttaveitum landsins getur verið mun hagkvæmara að kaupa svokallaða smelli hjá Google eða Facebook. Það er líka hægt að fá Google til að birta vefborða af ýmsum stærðum hjá hundruðum samstarfsaðila og þú greiðir einungis ef það er smellt á borðann. Þetta heldur kostnaði í lágmarki og það er mjög auðvelt að mæla árangur af svona markaðsstarfi og sjá svart á hvítu hvort auglýsingarnar eru að borga sig.

4. Bloggaðu

Það kostar ekkert að opna blogg hjá annaðhvort mbl.is eða vísi.is en það getur skilað þér miklu. Gott blogg skilar sér allajafna á tvo til þrjá vegu. Í fyrsta lagi þá getur þú stimplað þig inn sem sérfræðingur í þínum geira með því að skrifa áhugaverðar greinar og birta fróðleik tengt þeim vörum og þeirri þjónustu sem þú ert að veita. Í öðru lagi er líklegt að hluti þeirra sem lesa bloggið þitt muni kíkja yfir á heimasíðuna þína, þ.e. fyrirtækisins. Í þriðja lagi er blogg frábær leið til að byggja upp vísanir inn á vefinn þinn. Það er að segja, þú getur sett hlekk á valin orð og vísað yfir á viðeigandi síður (vörur/þjónustu) á heimasíðunni þinni.

Þetta mun smátt á smátt gefar þér aukinn árangur í leitarvélum og jafnframt hjálpa leitarvélum að skilja betur hvaða orð (keywords) eiga við hvaða síðu á vefnum þínum.

5. EKKI auglýsa eins og stórfyrirtæki

Stórfyrirtæki auglýsa gjarnan á netinu með það að leiðarljósi að vera sýnileg, auka vörumerkjavitun og til að minna á sig. Lítil fyrirtæki ættu hinsvegar að láta allar auglýsingar vera hannaðar þannig að þær framkalli sölu eins skjótt og auðið er. Markaðssetning á netinu sem framkallar samstundis sölu er skynsamlega leiðin fyrir fyrirtæki með takmarkað markaðsfé.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband