Eins mikið og ég er á móti öllu sem heitir "reglur fyrir internet" og er sérstaklega á móti öllu því sem felur í sér að fylgst sé með netnotkun hvers og eins þá á ég tiltölulega auðvelt með að skilja forsendur laganna.
Margir hafa hlaupið upp til handa og fóta og segja þetta brot á mannréttindum, það sé ekki hægt að svipta hinn almenna borgara aðgangi að tölvupósti og þeim nauðsynlegu uppl. sem liggja á netinu. Ég hef séð og heyrt alls kyns samlíkingar sem mér fannst flestar vera kjánalegar og vitlaust framsettar. Því ætla ég að setja mínar eigin samlíkingar fram (gegn betri vitund minni) sem sýna að hugsunin á bak við lögin er ekki röng.
Lögin segja einfaldlega: ef þú brýtur illa af þér verður sviptur aðgangi að netinu.
Til samanburðar:
Ef þú brýtur illa af þér í umferðinni þá ertu sviptur réttindum til að taka þátt í "umferðarmenningunni"
Ef þú ferð milli verslana og stelur reglulega þá að lokum verðurðu settur í steininn, þ.e. sviptur frelsinu til að umgangast aðra, umgangast verslanir og meira til
Ef þú hagar þér illa inni á skemmtistað þá er þér hent út og þér meinaður aðgangur.
Ef þú brýtur af þér og hagar þér eins og fífl í skóla endar með því að þér verður vísað úr skólanum og þér meinaður aðgangur.
Ef þú brýtur illa af þér erlendis eru góðar líkur á því að þér verði vísað úr landi og þér framvegis meinað um aðgang að viðkomandi landi.
Ef þú ert staðinn að því að brjóta lyfjareglur í íþróttum er þér vísað úr sportinu og þér bannað að taka þátt jafnvel árum saman.
...er það þá óeðlilegt að einhverjir vilji setja samskonar reglur á internetið?
Ég velti því hinsvegar fyrir mér rétt eins og Garðar Valur hvernig hægt sé að sanna að meintur glæpamaður hafi vitað að hann hafi gerst brotlegur. Ef einhver er beinlínis að bjóða mér að niðurhala einhverju efni, hvernig get ég vitað að viðkomandi hafi stolið því? Sönnunarbyrðin er mjög erfið í þessum málum og ég tel persónulega að menn(yfirvöld) ættu að láta það algjörlega vera að eltast við þetta og setja peningana frekar í eitthvað mun þarfara.
Svo má auðvitað líka rífast um allar þær fjölmörgu rannsóknir sem sumar segja að meintur þjófnaður auki söluna á tónlist og kvikmyndum á meðan aðrar segja iðnaðinn vera að tapa á þessu.
Það eina sem mér finnst skipta máli í þessu er að tryggja að ekkert verði gert sem skerðir internetið á einn né neinn hátt.
Áframhaldandi frelsi á Internetinu er forsenda þess að það haldi áfram að dafna og blómstra eins og það hefur gert hingað til. Það er algjörlega "priceless"
![]() |
ESB íhugar að taka upp frönsk netlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.1.2008 | 10:19 (breytt kl. 10:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég minnist þess í óveðrinu núna að þegar að "trúboð í skólum" umræðan stóð sem hæðst kom svona óveðursskellur og börn gátu ekki farið í skólann, svona næstum því eins og almættið væri að segja okkur að fyrst það ætti að taka trúboðið út þá færu börnin bara ekkert í skólann.
Nýr meirihluti tók við í gær og almættið tryggir það að fólk yfirgefi ekki heimili sín á fyrsta starfsdegi. Óveður og allir fastir út um allt. Framkvæmdasvið borgarinnar hefur ekki undan að moka snjó....
Skýr skilaboð?
![]() |
Fólk haldi sig heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.1.2008 | 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mikið væri það nú gaman ef við ættum nágranna á mars. Ég vona svo sannarlega að þessi "vera" sem sést á myndum nasa (sem er örugglega grjór) sé einhverskonar lifandi tjáskiptavera. Þá getum á næstu árum farið í framandi sumarferðir til að skoða skrýtna liðið og menninguna á mars. Þetta yrði stórkostlega viðbót í utanlandsferðaflóruna.
Á ferðaskrifstofunni:
"Má bjóða þér að skoða innanlandsferðir, utanlandsferðir eða utanjarðarferðir?"
Spennandi... svo ekki sé meira sagt!
![]() |
Marsbúi eða garðálfur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.1.2008 | 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú bara alls ekki svo slæm hugmynd að efna til nýrra kosninga. Allt þetta kjörtímabil hefur einkennst af veiklulegum meirihlutum, lýðskrumi, vantrausti, rýtingsstungum og allir farið markvisst á bak vil alla. Held að kjósendur myndi fengir mæta á kjörstað til að fá skýrari línur í borgarmálum.
En hvað ég Hafnfirðingurinn....
![]() |
Dagur: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.1.2008 | 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
JCI Esja mun kynna dagskrá vetranins á vinnufundi í kvöld. Dagskráin hefur verið í vinnslu hjá stjórninni (og hjálparkokkum) og lítur hún einstaklega vel út. Eitt af því sem er hvað mest spennandi í dagskránni er að sjá þau 20-30 námskeið sem eru fyrihuguð. Fjölbreytnin verður því allsráðandi hjá Esjunni á þessu ári.
Á fundinum verða einnig kynntar nýjar hugmyndir á borð við Nordic Inovation, nýjungar í viðskiptaklúbbinum og mragt fleira.
Ég hvet sem flesta til að mæta á þennan fund því þarna er tækifærið til að hafa áhrif á og móta með okkur dagskrána fyrir árið.
Fundurinn verður klukkan 20:00 í húsnæði JCI Íslands, Hellusundi 3
Hlakka til að sjá sem flesta
Bloggar | 23.1.2008 | 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér þætti gaman að fá að vita hver viðbrögð femínista verða við því sem ég heyrði af í dag. Félagi minn hefur um nokkurt skeið verið virkur notandi á vefnum einkamal.is þar sem hann hefur verið að leita sér að kvonfangi. En þegar hann "loggaði" sig inn í gær biðu eftir honum skilaboð frá umsjónarmönnum sem voru á þessa leið:
"...því höfum við ákveðið að gera einkamal.is að áskriftarvef. Að erlendri fyrirmynd höfum við ákveðið að kvenmenn fái frían aðgang að vefnum en karlmenn þurfi að greiða vægt gjald. Þó geta allir skráð sig gjaldfrjálst og sett upp lýsingu af sjálfri/sjálfum sér, um leið og karlmenn vilja hefja samskipti við aðra notendur þurfa þeir skrá sig í áskrift...."
Karlmenn þurfa semsagt hér eftir að greiða 500 kr fyrir mánuðinn eða 200 kr fyrir vikuna. Konur þurfa hinsvegar ekki að greiða neitt eða 0 kr. Það gefur auga leið að þetta er brot á jafnræðisreglum fyrir utan að það að vera hreinlega ósanngjarnt.
Hvað finnst ykkur um þetta? Sanngjarn eða ósanngjarnt?
Bloggar | 16.1.2008 | 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kannski maður geti apað um eftir gæjanum sem keypti fyrstur manna 1.000 tunnur af hráolíu á 100 dollara. Þ.e. Þegar verðið er komið í 198 dollara þá stekk ég til og panta mér þúsund tunnur eða svo... kemst í bækurnar fyrir að vera fyrsti 'viðskiptajöfurinn' til að kaupa 200 dollara tunnur!
Tryggvi bíður í ofvæni eftir tækifærinu
(ps. vil þó frekar sjá bensínlítrann fara aftur niðurfyrir 100 kallinn hér á skerinu heldur en að sjá hann fara í 250 kall áður en árið er liðið...úfff)
![]() |
Olíuverð gæti tvöfaldast á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2008 | 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er frábært að sjá hve vasklega Björgvin gengur fram í réttindabaráttu neytenda. Eflaust fær hann mínus í kladdann hjá krossförum bankageirans. Vonandi eru þetta ekki innantóm orð. Held að flestir vilji sjá þessu fylgt eftir að festu og það sem fyrst.
Enda aldrei verið neinn grundvöllur fyrir þessum gjöldum (ekki svoná háaum í það minnsta) og þá sérstaklega ekki á rafrænum seðlum.
Áfram Björgvin !
![]() |
Seðilgjöld heyri sögunni til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2008 | 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef maðurinn sem meira og minna stjórnar því hvernig tölvuheimurinn er segir þetta vera framtíðarsýn sína, þá verður þetta svona. Enda frábær sýn. Ég hef aldrei skilið af hverju menn hafa verið að væla svona mikið út í Bill Gates. Hann er einfaldlega snillingur með magnaða framtíðarsýn. Svo á hann líka fullt af peningum til að gera það sem honum dettur í hug! :D
![]() |
Gates: Tölvunotkun mun breytast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2008 | 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mér sýnist á þessari frétt að Steingrímur J. og hans glórulausu hugmyndir að netlögreglu séu sóttar til Kínverja. Þeir hafa nú löngum síað netumferð og fylgst grant með því hvað fólk skoðar á netinu og komið í veg fyrir að menn skoði eitthvað sem ríkinu finnst skaðlegt. Rétt eins og það sem Steingrímur vill. Spurning hvort að hann óski ekki formlega eftir samstarfi við Kínversk yfirvöld þar sem þetta virðist ganga svo vel hjá þeim?!
![]() |
Kínverjar herða eftirlit á vefsjónvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2008 | 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar