Draumur allra barna !

Hvern hefur ekki dreymt um að heimsækja Sælgætisverksmiðju Kalla? Mig dreymdi um hana þegar ég var barn og ég er viss um að kvikmyndin Charlie and the Chocolate factory hefur ekki minnkað þessa hugaróra barna.

Þó ekki sé hægt að heimsækja þennan draumaheim og Kalla er þó hægt að komast ansi nærri því með því að búa til brjóstsykur. Hvaða barn dreymir ekki um að búa til sinn eiginn brjóstsykur?!

Við vorum í gær með námskeið í brjóstsykursgerð fyrir börn og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla lukku og börnin fóru ánægð og stolt heim með afraksturinn. Á námskeiðinu kenndi ýmissa grasa og börnin bjuggu m.a. til kodda, kúlur, lengjur, sleikipinna, snúningssleikipinna, tvíburasleikipinna, fiðrildasleikipinna og voru óhrædd við að nota ímyndunaraflið við mótun brjóstsykranna.

Barnanámskeið hjá nammiland.is

Hér sjást áhugasamir nemendur á barnanámskeiði í brjóstsykursgerð fylgjast með blöndun á brjóstsykri

Auk barnanámskeiða í brjóstsykursgerð býður Nammiland.is upp á þjónustu sína í afmælum


Ein mest lesna fréttin á DV.is

Ég fékk magnaða ábendingu í gærkveldi um frétt á DV. Félagi minn hringdi í mig og benti mér á að fara á dv.is og finna þar frétt númer3 í dálknum "Mest lesnu fréttirnar". Sem ég gerði vitanlega. Fréttin sem þar var snýr að nýju fyrirtæki okkar Guðlaugar, www.nammiland.is.

Í fréttinni er verið að segja frá brjóstsykursgerð hjá einum af leiðbeinendunum okkar.
Fréttin er hér: http://www.dv.is/frettir/2008/11/2/brjostsykursjol-i-kreppunni/

Skal engan undra þó DV tali um brjóstsykursjól í kreppunni því það er mun ódýrara að gera sinn eiginn brjóstsykur heldur en að kaupa hann út í búð. Auk þess sem hann er mun hollari þar sem í honum eru engin aukaefni eða rotvarnarefni. Heimalagaður brjóstsykur hentar einnig gríðarlega vel í jólagjafir. Það er líka mjög sniðugt að gefa Brjóstsykurs-startpakka í jólagjöf eða gjafabréf á brjóstsykursgerðarnámskeið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband