Núna í kreppunni eru flestir að velta því fyrir sér hvernig þeir geta náð sér í aukapening eða hvernig þeir geti aukið tekjurnar í fyrirtækinu sínu.
Mack nokkur er algjört gúru í markaðssetningu á netinu og er með frábæran klúbb þar sem hann er með fullt af kennsluefni (á vidjóformi) í hefðbundum og óhefðbundnum markaðsleiðum á internetinu. Þetta er alveg ótrúlega flott og vandað kennsluefni og inniheldur virkilega safarík trikk og ferskar hugmyndir.
Þetta er brilliant fyrir þá sem eru með fyrirtæki og vilja ná sér í virkilega góða þekkingu á internetmarkaðssetningu fyrir lítinn pening.
Þetta er brilliant fyrir þá sem vantar að ná sér í aukatekjur því Mack kennir mjög flottar leiðir til að markaðssetja og/eða kynna vörur annarra og fá greitt verulegar upphæðir fyrir!
Mæli með að þú skoðir fríu vidjóin á síðunni til að fá forsmekkin af því sem er í klúbbnum
http://www.FutureMaverickMoneyMakers.com
Bloggar | 13.3.2009 | 01:59 (breytt kl. 02:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Má til með að skjóta hér inn fréttatilkynningu frá E-label fyrir þá sem hafa verið að fylgjast með þessu máli. tölvupóstana sem gengi á milli e-label og verksmiðjunnar má sjá inni á Facebook (http://www.facebook.com/note.php?note_id=56361401841&ref=mf)
FRÉTTATILKYNNING 11. Mars 2009
Svava Johansen og E-Label:
Skólabókadæmi í siðlausum viðskiptum
Í viðtali við Fréttablaðið viðurkennir Svava Johansen berum orðum að NTC hyggist halda baráttu sinni áfram fyrir að knésetja minni samkeppnisaðila í tískubransanum.
Hún segir um frönsku verksmiðjuna sem E-label hefur gert samning við og allur styrrinn stendur út af: Ef þeir vilja brjóta samning við okkur þá er það þeirra mál. Þá myndum við kannski fara í mál eða skoða það.
Ef pöntun E-label er undir framleiðslulágmörkum, eigendur fyrirtækisins hafa villt á sér heimildir og sagst ætla að selja vörurnar aðeins á Bretlandsmarkaði, hvers vegna ætti framleiðandinn þá að brjóta einhvern samning á NTC? Er þá ekki bara augljóst að ekkert verður af samningum óháð því hvort NTC skiptir sér af því eða ekki?
Sannleikurinn er nefnilega sá að E-label hafði samband við frönsku verksmiðjuna þegar í janúar og það tókust með þeim samningar, kreditt-tékk var framkvæmt og sýnishorna framleiðsla hófst. Umræður um magn leiddu til þess að samið var um 100 eintök hið minnsta. Af tölvupósti, sem fylgir í afriti, kemur glöggt fram að fulltrúi E-label skýrði fulltrúa frönsku verksmiðjunnar frá því að E-label væri íslensk verslun og hyggðist m.a. selja vörurnar m.a á Íslandi. Þá fékk E-label afhent sýnishorn sem voru framleidd og merkt verksmiðjunni. Það liggja líka fyrir langtum fleiri gögn sem sína ótvírætt hvernig í málunum liggur.
Það er því augljóst að Svava fer með hrein ósannindi. Hún hafði engin afskipti af málinu fyrr en í síðustu viku á fimmtudaginn sl þegar framleiðslan var stöðvuð skyndilega.
Hvort NTC hefur einhvern samning við framleiðandann skal látið ósagt, en samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjunni kemur ekkért slíkt fram. Þar að leiðandi er ljóst að Svava hefur beitt óheiðarlegum viðskiptaaðferðum. NTC er markaðsráðandi verslunarkeðja, sem með framferði sínu reynir að brjóta keppinauta sína á bak aftur.
Að auki stendur það sem E-label hefur áður bent á, Svava reynir með siðlausum viðskiptaháttum sínum að leggja steina í götu íslenskra hönnuða.
Málflutningur Svövu er fullur af þversögnum og ósannindum eins og berlega kemur fram í viðtali í Fréttablaðinu miðvikudaginn 11. mars s.l.
E-label mun ekki beygja sig fyrir svona hátterni heldur leita réttar síns á annan hátt ef Svava biðst ekki afsökunar á ásökunum sínum og hættir við ætlun sína um að þvinga franska framleiðandann til að sniðganga framleiðslu E-labels.
Fyrir hönd eigenda E-label
Andrea Brabin
Ásta Kristjánsdóttir
Heba Hallgrímsdóttir
Hilmar Stefánsson
Siggeir M. Hafsteinsson
Bloggar | 11.3.2009 | 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var að fá ljótar fréttir af NTC. Algjör skandall svo ekki sé meira sagt. Skil ekki að fyrirtæki af þessari stærðargráðu skuli haga sér svona gagnvart litlu sprotafyriræki sem er að reyna að fóta sig.
Ég hvet alla til að lesa tilkynningu frá E-Label hér að neðan.
Hvet einnig alla sem styðja nýsköpun og sprotafyrirtæki til að sniðganga allar verslanir NTC (sem eru; SAUTJÁN-DERES, RETRO, SMASH,MISS SIXTY, FOCUS, COMPANYS, EVA, KÚLTÚR, GS SKÓR, CENTRUM).
Stórfyrirtæki ættu að fagna samkeppni og frumkvæði, ekki kúga hana og misbjóða almenningi á tímum sem þessum þegar frumkvæðis og atvinnusköpunar er þörf!
Frá E-label (fös 06. mars):
E-label fékk þær fréttir í gær að Svava Johansen, eigandi Sautján-veldisins krefjist þess að E-label hætti samstundis framleiðslu í verksmiðju þar sem báðir aðilar framleiða.
Verksmiðja þessi hefur framleitt fyrir NTC í mörg ár en E-label tók tilboði þeirra í vetur í fyrsta skipti þegar ódýrara tilboð á viscose efnum barst frá þeim. Svava hefur hótað verksmiðjunni að hætta öllum viðskiptum við verksmiðjuna ef framleiðsla á E-label fatnaði heldur áfram þ.a.l sér þessi litla verksmiðjan sig knúna til að loka á E-label. Afleiðingarnar eru þær að E-label fær ekki sendinguna sína.
Mikil reiði og samstaða er hjá íslenskum hönnuðum vegna þessa og er það hneykslanlegt að stór verslunarkeðja eins og NTC sé að leggja stein í götu íslenskra hönnuða. Slík framkoma og viðskiptahættir heyra til fortíðar og eru með öllu óásættanlegir enda hafa íslenskir fatahönnuðir hjálpast að í gegnum tíðina frekar en að stunda skemmdaverk gegn hvor öðrum. T.a.m eru íslenskir hönnuðir mjög oft að framleiða hjá sömu verksmiðjunum erlendis og hafa deilt þekkingu og samböndum sínum til að koma íslenskri hönnun á framfæri.
Í dag segir Svava Johansen í Fréttablaðinu að trúnaðarupplýsingum hafi verið stolið frá NTC. Hvað meinar konan? Að verksmiðjan þar sem hún framleiðir sínar vörur séu trúnaðarmál? Það er öllum frjálst að fá tilboð og framleiða í verksmiðjum en það er rangt að kúga litla verksmiðju til að stöðva framleiðslu hjá minni viðskiptavini vegna stærðar sinnar.
Endilega tjáið ykkur hér og spread the word! http://www.e-label.is/
Bloggar | 9.3.2009 | 15:41 (breytt kl. 15:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar