Öfundsýki og léleg sölumennska

Finnst fólki það í fullri alvöru óeðlilegt að þegar þú kaupir hugbúnaðarpakka frá tilteknum aðila (t.d. stýrikerfi frá Mircosoft) á sé í pakkanum hugbúnaður frá þeim aðila? Ef þú kaupir stýrikerfi frá Microsoft þá einmitt fylgir þeim pakka, teikniforritið Paint, ritvinnsluforritið Wordpad, lítið tölvupóstforrit, vafri og margt fleira. Er það óeðlilegt?! Hreint ekki.

Hverjum og einum notenda er síðan frjálst að fá sér til dæmis Adobe Elements myndvinnsluforrit þar sem það er miklu fullkomnara en Paint. Þá gæti einhverjum öðrum dottið í hug að fá sér Opera eða Firefox vafra þar sem báðir eru fullkomnari en IExplorer. Það er enginn þvingaður til að nota explorerinn.

Ef ég keypti mér nýja tölvu, kæmi heim með hana og kæmist svo að því þar að ég kæmist ekki á netið vegna þess að það fylgdi enginn vafri með henni yrði ég þokkalega fúll. Þú getur getur sótt Forefox frítt... en því miður ertu ekki með neinn vafra til að gera það með... af því einhverjum bjánanum datt í hug að það væri snjallt að fara í mál við Microsoft og banna þeim að láta vafrann sinn fylgja með stýrikerfinu sem þeir hönnuðu.

Held að þessir menn ættu að læra að markaðsetja og selja sínar vörur á eigin forsendum. Ekki með því að refsa öðrum. Fyrir mörgum árum síðan var Netscape vafrinn með 80% notkunarhlutfall. Einfaldega vegna þess að hann var mun betri og mun betur markaðssettur. Samt fylgdi explorerinn með Windows á þeim tíma! It´s all about sales and marketing - reynið að vaxa upp úr skítkasti og öfundsýki...


mbl.is Jón ætlar í mál við Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuglinn farinn

Þá greyið hann Kobbi dáinn. En Kobbi var páfagaukurinn okkar.
Lauga er búinn að blogga aðeins um það: http://godpool.blog.is/blog/godpool/entry/390164/

Bankarnir falsa peninga?

Ætli maður geti skilið þetta sem svo að bankarnir séu að leysa sín mál með því að prenta bara eigin peninga? Það væri nú svosem ekki vitlaust hjá þeim. Allir vilja endalaust fá lánað meira og geta örugglega ekki borgað það nokkurn tíman til baka þannig að það er bara ábyrgðarfullt af bankanum að prenta bara falspeninga. Sniðugt hjá þeim!

Af hverju er það tekið sérstaklega fram í fréttinni að lögregluþjónarnir hafi bæði verið ungir og fallegir? Þegar peningafölsunarmál koma upp, eru þá ungu, fallegu lögregluþjónarnir sendir á vettvang? Eru hinir eldri, sem farið er að sjá á, frekar sendir í einhver önnur verkefni?


mbl.is Fékk falsaðan seðil í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík sóun

...beiðið er eftir að lögregla urði hræin! Má ekki frekar setja upp markað, t.d. í bónus þar sem kjötið er selt? Ég er alveg til í lund af hreindýri sem einhver ók á!

ummm....hreindýr.


mbl.is Ók á 13 hreindýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband