Öfgafullt eða réttlætanlegt?

Eins mikið og ég er á móti öllu sem heitir "reglur fyrir internet" og er sérstaklega á móti öllu því sem felur í sér að fylgst sé með netnotkun hvers og eins þá á ég tiltölulega auðvelt með að skilja forsendur laganna.

Margir hafa hlaupið upp til handa og fóta og segja þetta brot á mannréttindum, það sé ekki hægt að svipta hinn almenna borgara aðgangi að tölvupósti og þeim nauðsynlegu uppl. sem liggja á netinu. Ég hef séð og heyrt alls kyns samlíkingar sem mér fannst flestar vera kjánalegar og vitlaust framsettar. Því ætla ég að setja mínar eigin samlíkingar fram (gegn betri vitund minni) sem sýna að hugsunin á bak við lögin er ekki röng.

Lögin segja einfaldlega: ef þú brýtur illa af þér verður sviptur aðgangi að netinu.

Til samanburðar:
Ef þú brýtur illa af þér í umferðinni þá ertu sviptur réttindum til að taka þátt í "umferðarmenningunni"
Ef þú ferð milli verslana og stelur reglulega þá að lokum verðurðu settur í steininn, þ.e. sviptur frelsinu til að umgangast aðra, umgangast verslanir og meira til
Ef þú hagar þér illa inni á skemmtistað þá er þér hent út og þér meinaður aðgangur.
Ef þú brýtur af þér og hagar þér eins og fífl í skóla endar með því að þér verður vísað úr skólanum og þér meinaður aðgangur.
Ef þú brýtur illa af þér erlendis eru góðar líkur á því að þér verði vísað úr landi og þér framvegis meinað um aðgang að viðkomandi landi.
Ef þú ert staðinn að því að brjóta lyfjareglur í íþróttum er þér vísað úr sportinu og þér bannað að taka þátt jafnvel árum saman.

...er það þá óeðlilegt að einhverjir vilji setja samskonar reglur á internetið?

Ég velti því hinsvegar fyrir mér rétt eins og Garðar Valur hvernig hægt sé að sanna að meintur glæpamaður hafi vitað að hann hafi gerst brotlegur. Ef einhver er beinlínis að bjóða mér að niðurhala einhverju efni, hvernig get ég vitað að viðkomandi hafi stolið því? Sönnunarbyrðin er mjög erfið í þessum málum og ég tel persónulega að menn(yfirvöld) ættu að láta það algjörlega vera að eltast við þetta og setja peningana frekar í eitthvað mun þarfara.

Svo má auðvitað líka rífast um allar þær fjölmörgu rannsóknir sem sumar segja að meintur þjófnaður auki söluna á tónlist og kvikmyndum á meðan aðrar segja iðnaðinn vera að tapa á þessu.

Það eina sem mér finnst skipta máli í þessu er að tryggja að ekkert verði gert sem skerðir internetið á einn né neinn hátt.
Áframhaldandi frelsi á Internetinu er forsenda þess að það haldi áfram að dafna og blómstra eins og það hefur gert hingað til. Það er algjörlega "priceless"


mbl.is ESB íhugar að taka upp frönsk netlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð frá almættinu?

Ég minnist þess í óveðrinu núna að þegar að "trúboð í skólum" umræðan stóð sem hæðst kom svona óveðursskellur og börn gátu ekki farið í skólann, svona næstum því eins og almættið væri að segja okkur að fyrst það ætti að taka trúboðið út þá færu börnin bara ekkert í skólann.

Nýr meirihluti tók við í gær og almættið tryggir það að fólk yfirgefi ekki heimili sín á fyrsta starfsdegi.  Óveður og allir fastir út um allt. Framkvæmdasvið borgarinnar hefur ekki undan að moka snjó....

Skýr skilaboð?


mbl.is Fólk haldi sig heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsóknir?!

Mikið væri það nú gaman ef við ættum nágranna á mars. Ég vona svo sannarlega að þessi "vera" sem sést á myndum nasa (sem er örugglega grjór) sé einhverskonar lifandi tjáskiptavera. Þá getum á næstu árum farið í framandi sumarferðir til að skoða skrýtna liðið og menninguna á mars. Þetta yrði stórkostlega viðbót í utanlandsferðaflóruna.

Á ferðaskrifstofunni:
"Má bjóða þér að skoða innanlandsferðir, utanlandsferðir eða utanjarðarferðir?"

Spennandi... svo ekki sé meira sagt!


mbl.is Marsbúi eða garðálfur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband