Ekki skil ég þá sem kvarta yfir þessari nýung. Þetta er skynsamleg og smart lausn á sívaxandi vanda. Núna erum við með fjöldan allan af útlendingum sem gamla fólkið getur hvort eð er ekki talað við því sé ég ekki muninn. Sjálfsagt sama fólkið sem vælir yfir því en vitanlega ekki tilbúið sjálft að vinna þessi störf fyrir lítil sem engin laun.
Ég held að þetta muni hjálpa fjölmörgum að búa lengur á eigin heimili því með þessu verður daglegt erfiði (þvottur, þrif og slíkt) leikur einn fyrir lágmarks fé.
Ég fæ mér pottþétt einn svona þvottaróbót, og ég ætla ekki að bíða fram í ellina með það. Hvar eru þeir til sölu?
![]() |
Vélmenni í umönnunarstörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.2.2008 | 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það vita allir aðdáendur ölsins að kassan ber að hafa í belti þegar er ferðast milli staða. Enda ekki gott að drekka bjórinn ef hann hefur fengið flugferð vegna áreksturs eða nauðhemlunar.
Hitt er annað mál að konan hefði nú átt að sjá að barn hennar er ekki síður mikilvægt og full þörf á beltinu. Uss uss... þessir kanar....
![]() |
Bjór í belti en ekki barnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.2.2008 | 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef flogið reglulega bæði með Express og Icelandair og þegar eitthvað bregður út af þá standa þau sig bæði skelfilega. Fólk fær alla jafna ekkert að vita hvað er í gangi, fólk fær ekkert að vita hvenær er áætlað að flug hefjist að nýju. Í fyrra lenti ég í 10 tíma seinkun og aðeins brot af farþegunum var látinn vita að þeir gætu snætt á kostnað Express í flugteríunni. Meira að segja þeir skynsömu einstaklingar sem hafa vit á að leita í þjónustuborðið fá oftast engin svör þar vegna þess að flugfélögin hafa ekki gefið út neinar upplýsingar til vallarstarfsmanna.
Stjórnendur á þessum bæjum hafa greinilega ekki vit á því að reka góða stefnu í þjónustumálum.
![]() |
Eyddu nóttinni í Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.2.2008 | 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. febrúar 2008
Færsluflokkar
Bloggvinir
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar