Ég held að ég sé búinn að átta mig á því hvað sé eiginlega í gangi innan Femínistafélagsins....
Undanfarið ár hef ég furðað mig á mjög mörgu sem þetta annars ágæta félag hefur gert og velt því reglulega fyrir mér hvað vaki eiginlega fyrir félaginu. Forsvarsmenn félagsins eru greinilega ekki virkir þjóðfélagsþegnar og fara sennilega ekki út úr húsi því þá hefðu þeir vafalítið tekið eftir því sem er að gerast. Fólk er löngu hætt að taka mark á félaginu enda aðgerðir og fullyrðingar og málflutningur löngu kominn út fyrir öll skynsamleg og eðlileg mörk. Félagið er líka alveg hætt að berjast fyrir jafnrétti og skiptir sér á engan hátt af því sem máli skiptir. Það er eingöngu einblínt á einhver fáránleg afmörkuð verkefni (eins og að kæra Valitor) sem skipta litlu sem engu máli og er í ofanálag tómt bull. Þetta er orðinn einhver leiðinlegur farsi og bull sem almenningur nennir ekki að taka þátt í.
En svo rann þetta allt í einu upp fyrir mér... sennilega hefur einhverjum and-femínista tekist að villa á sér heimildir og laumast inn í innsta kopp hreyfingarinnar. Þessi and-femínisti er svo núna að vinna markvisst að því að splundra hreyfingunni innan frá og tryggja það í leiðinni að almenningur hætti að nenna að hlusta og taka mark á því sem sagt er. Þetta er auðvitað snilldar herkænska.
Í ljósi þess að Öryggisráð Femínistafélags Íslands hefur kært Valitor fyrir að "miðla" með klám, þarf þá ekki ráðið að kæra allar fullorðinsleikfangaverslanir þar sem þær selja klám á DVD diskum og spólum. Svo ekki sé minnst á öll klámfengnu leikföngin sem augljóst er að karlmenn nota eingöngu til að niðurlægja konur. Svo í kjölfarið hlýtur ráðið að kæra allar bensínstöðvarnar og bókabúðirnar fyrir að miðla klámi í formi prents. Lokahnykkurinn næst svo þegar ráðið fær að hafa öryggisfulltrúa á Keflavíkurflugvelli þar sem hann getur leitað að klámi í farangri fólks. Þessi fulltrúi gæti líka í leiðinni komið auga á allar þessar stúlkur sem eru víst þvingaðar til íslands í þeim tilgangi að niðurlægja þær á þar til gerðum strípibúllum.
Farsi? Öfgar? ... ég bara velti því fyrir mér hvað komi eiginlega næst í þessari sápu?!
Femínistafélagið kærir Vísa-klám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 11.12.2007 | 23:25 (breytt kl. 23:31) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Femínistar hafa beðið afhroð. Það getur enginn verið stoltur af því að kalla sjálfan sig femínista, viðkomandi er umsvifalaust litinn hornauga af samfélaginu og skoðanir hans látnar sem vind um eyru þjóta.
Gammurinn, 11.12.2007 kl. 23:39
Veistu, ég held barasta að þetta sé rétt hjá þér!
Ellý, 13.12.2007 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.