Ekki eins og þær myndu deyja úr sulti!

"en lifðu á hóstasaft og sex höfuðverkjatöflum"

Þvílík fréttamannska LoL Það er nú ekki eins og þær hefðu dáið ef þær hefðu "lifað á loftinu" í tvo sólahringa eða svo. Þetta er næstum því jafn skondið og maðurinn "sem lenti í árekstri við sláturhúsið" - hann ók ekki á það...neinei.. hann lenti í árekstri við það! Sennilega hefur sláturhúsið tekið óvænta beygju eða snarhemlað.


mbl.is Fastar í lyftu í 2 sólarhringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oft þarf ekki nema 3-4 daga til að deyja úr þorsta.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Þrír dagar eru nóg til að deyja úr vökvaskorti.

Hóstasaft bætir það ekki þar sem hún inniheldur m.a. áfengi sem flýtir þornun.

Þannig að þær eru heppnar að hafa sloppið eftir 2 daga, jólin til viðbótar hefðu trúlega orðið þeim aldurtila.

Þór Sigurðsson, 5.1.2008 kl. 00:35

3 identicon

Oj, get varla ímyndað mér neitt ógeðslegra en að festast svona í lyftu í mannlausu húsi. En þessi frásögn með pillurnar og hóstasaftið er alveg milljón! Þær voru þó kveflausar og með engan hausverk

linda (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tek undir með Bjarna. Hæglega hægt að deyja af vatnsskorti á þessum tíma. Fyrir utan það að þær bjuggust ekki við að nokkur yrði í húsinu fyrr en eftir jól og það hefur ekki verið góð tilfinning fyrir þær.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.1.2008 kl. 11:13

5 identicon

Sammála, það hefði getað orðið þeim dýrt að hafa ekki vökva að dreypa á, en að vera matarlaus í nokkra daga hefði varla gert þeim til.  Hitt er öllu alvarlegra, að þær bjuggust ekki við að losna úr prísundinni fyrr en eftir jól og það eitt hefði dugað flestum til að fallast hendur, jafnvel þó hóstasaft og 6 verkjatöflur hefðu verið með í för.

Anna (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 15:25

6 identicon

Gátu þær ekki drukkið skúringavatnið? :)

Óli Ágúst (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband