Svava Johansen og E-Label - ævintýrið heldur áfram :)

Má til með að skjóta hér inn fréttatilkynningu frá E-label fyrir þá sem hafa verið að fylgjast með þessu máli. tölvupóstana sem gengi á milli e-label og verksmiðjunnar má sjá inni á Facebook (http://www.facebook.com/note.php?note_id=56361401841&ref=mf)

FRÉTTATILKYNNING 11. Mars 2009

Svava Johansen og E-Label:

Skólabókadæmi í siðlausum viðskiptum

Í viðtali við Fréttablaðið viðurkennir Svava Johansen berum orðum að NTC hyggist halda baráttu sinni áfram fyrir að knésetja minni samkeppnisaðila í tískubransanum.
Hún segir um frönsku verksmiðjuna sem E-label hefur gert samning við og allur styrrinn stendur út af: “Ef þeir vilja brjóta samning við okkur þá er það þeirra mál. Þá myndum við kannski fara í mál eða skoða það.”

Ef pöntun E-label er undir framleiðslulágmörkum, eigendur fyrirtækisins hafa villt á sér heimildir og sagst ætla að selja vörurnar aðeins á Bretlandsmarkaði, hvers vegna ætti framleiðandinn þá að brjóta einhvern samning á NTC? Er þá ekki bara augljóst að ekkert verður af samningum óháð því hvort NTC skiptir sér af því eða ekki?

Sannleikurinn er nefnilega sá að E-label hafði samband við frönsku verksmiðjuna þegar í janúar og það tókust með þeim samningar, kreditt-tékk var framkvæmt og sýnishorna framleiðsla hófst. Umræður um magn leiddu til þess að samið var um 100 eintök hið minnsta. Af tölvupósti, sem fylgir í afriti, kemur glöggt fram að fulltrúi E-label skýrði fulltrúa frönsku verksmiðjunnar frá því að E-label væri íslensk verslun og hyggðist m.a. selja vörurnar m.a á Íslandi. Þá fékk E-label afhent sýnishorn sem voru framleidd og merkt verksmiðjunni. Það liggja líka fyrir langtum fleiri gögn sem sína ótvírætt hvernig í málunum liggur.

Það er því augljóst að Svava fer með hrein ósannindi. Hún hafði engin afskipti af málinu fyrr en í síðustu viku á fimmtudaginn sl þegar framleiðslan var stöðvuð skyndilega.
Hvort NTC hefur einhvern samning við framleiðandann skal látið ósagt, en samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjunni kemur ekkért slíkt fram. Þar að leiðandi er ljóst að Svava hefur beitt óheiðarlegum viðskiptaaðferðum. NTC er markaðsráðandi verslunarkeðja, sem með framferði sínu reynir að brjóta keppinauta sína á bak aftur.

Að auki stendur það sem E-label hefur áður bent á, Svava reynir með siðlausum viðskiptaháttum sínum að leggja steina í götu íslenskra hönnuða.
Málflutningur Svövu er fullur af þversögnum og ósannindum eins og berlega kemur fram í viðtali í Fréttablaðinu miðvikudaginn 11. mars s.l.
E-label mun ekki beygja sig fyrir svona hátterni heldur leita réttar síns á annan hátt ef Svava biðst ekki afsökunar á ásökunum sínum og hættir við ætlun sína um að þvinga franska framleiðandann til að sniðganga framleiðslu E-labels.

Fyrir hönd eigenda E-label

Andrea Brabin
Ásta Kristjánsdóttir
Heba Hallgrímsdóttir
Hilmar Stefánsson
Siggeir M. Hafsteinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband