Markaðssetning á netinu fyrir fjársvelt fyriræki

Af því að markaðssetning á netinu er sérstakt hugarefni hjá mér ákvað ég að henda hér inn nokrum punktum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Auðvitað vill maður alltaf fá sem mest fyrir peningin þegar markaðsmál eru annars vegar og því mikilvægt að þekkja þær leiðir sem eru ekki bara ódýrar heldur líka árangursríkar.

Hér eru því fimm frábærar leiðir til að fá mikið fyrir lítið í markaðssetningu á netinu.

1. Byrjaðu strax að safna netföngum

Það er gulls ígildi að eiga góðan netfangalista. Fólk sem hefur keypt vörur eða þjónustu hjá þér og er ánægt er mjög líklegt til að kaupa aftur. Það að hafa samband við þessa viðskiptavini í gegnum tölvupóst er tilvalið því það kostar lítið eða ekkert.

Að sjálfsögðu áttu að reyna að fá alla sem heimsækja heimasíðuna þína til að skilja eftir nafn og netfang. Ef þú ert með verslun eða skrifstofu er líka um að gera að safna netföngum hjá viðskiptavinum þar.

Ef þú gætir þess að senda viðskiptavinum þínum áhugaverð fréttabréf sem þeir nenna að lesa, þá ertu ekki bara búinn að opna samskiptaleið til að selja í gegnum heldur geturðu líka notað þessa leið til að miðla upplýsingum og fræðslu sem gera þig að sérfræðingnum í þínu fagi.

2. Árangur í leitarvélum getur við ódýr

Vefir íslenskra fyrirtækja eru almennt ekki vel leitarvélabestaðir og margir hverjir bara alls ekki neitt bestaðir. Fyrir vikið getur verið auðvelt að ná mjög góðum árangri í leitarvélum og skjóta samkeppninni ref fyrir rass. Stundum þarf mjög lítið til en það fer auðvitað eftir því í hvaða geira þú ert og hvers eðlis samkeppnin er.

Oft er nóg að gera einfalda leitarorðagreiningu og fá vefsíðugerðarfyrirtækið þitt til að setja inn svokölluð Meta Tags og gæta þess að leitarorð séu á réttum stöðum í innihaldi á síðunni. Stundum er þó nauðsynlegt að fara skrefinu lengra og ráðfæra sig við leitarvélasérfræðinga eins og til dæmis Netráðgjöf, t.d. til að tryggja að leitarorðagreiningin sé rétt framkvæmd.

Google er stærsta auglýsingaskilti veraldar og því mikilvægt að nýta sér leitarvélabestun!

3. Keyptu smelli frekar en dýra vefborða

Í stað þess að fjárfesta í dýrum vefborðum hjá t.d. fréttaveitum landsins getur verið mun hagkvæmara að kaupa svokallaða smelli hjá Google eða Facebook. Það er líka hægt að fá Google til að birta vefborða af ýmsum stærðum hjá hundruðum samstarfsaðila og þú greiðir einungis ef það er smellt á borðann. Þetta heldur kostnaði í lágmarki og það er mjög auðvelt að mæla árangur af svona markaðsstarfi og sjá svart á hvítu hvort auglýsingarnar eru að borga sig.

4. Bloggaðu

Það kostar ekkert að opna blogg hjá annaðhvort mbl.is eða vísi.is en það getur skilað þér miklu. Gott blogg skilar sér allajafna á tvo til þrjá vegu. Í fyrsta lagi þá getur þú stimplað þig inn sem sérfræðingur í þínum geira með því að skrifa áhugaverðar greinar og birta fróðleik tengt þeim vörum og þeirri þjónustu sem þú ert að veita. Í öðru lagi er líklegt að hluti þeirra sem lesa bloggið þitt muni kíkja yfir á heimasíðuna þína, þ.e. fyrirtækisins. Í þriðja lagi er blogg frábær leið til að byggja upp vísanir inn á vefinn þinn. Það er að segja, þú getur sett hlekk á valin orð og vísað yfir á viðeigandi síður (vörur/þjónustu) á heimasíðunni þinni.

Þetta mun smátt á smátt gefar þér aukinn árangur í leitarvélum og jafnframt hjálpa leitarvélum að skilja betur hvaða orð (keywords) eiga við hvaða síðu á vefnum þínum.

5. EKKI auglýsa eins og stórfyrirtæki

Stórfyrirtæki auglýsa gjarnan á netinu með það að leiðarljósi að vera sýnileg, auka vörumerkjavitun og til að minna á sig. Lítil fyrirtæki ættu hinsvegar að láta allar auglýsingar vera hannaðar þannig að þær framkalli sölu eins skjótt og auðið er. Markaðssetning á netinu sem framkallar samstundis sölu er skynsamlega leiðin fyrir fyrirtæki með takmarkað markaðsfé.


Skemmtileg örnámskeið á menningarnótt

Nú er maður byrjaður að hita upp fyrir námskeiðstörnina sem er að hefjast. Ég tók því að mér að vera með tvö örnámskeið hjá JCI á menningarnótt (30 min hvort námskeið).

Tímalengdin hentaði ljómandi vel en það kom sjálfum mér á óvart hve auðvelt var að halda þessi námskeið eftir langa pásu á meðan ég var að kljást við krabbmeinið. Ég fann þó alveg vel fyrir þessu og greinilegt að lyfjaþreytan er enn þó nokkur í skrokknum. Það er því ekki annað að gera núna en að hamast áfram og koma sér í frábært námskeiðaform.

Leiðin að draumastarfinu
Fyrra námskeiðið sem ég var með heitir leiðin að draumastarfinu en það er örnámskeið í fyrirlestrarformi sem ég setti saman fyrir framadaga sem haldnir voru í Háskólabíói í febrúar. Námskeiðið heppnaðist vel en það var þó meira afrek þegar ég var með það í febrúar því þá var ég í miðri lyfjameðferð við krabbameini. Enda fór það nú svo að ég var rúmliggjandi í þó nokkra daga á eftir, lækninum mínum ekki til mikillar ánægju.

Það námskeið sýndi hinsvegar sjálfum mér að maður getur nokkurn veginn allt ef ástríðan er til staðar en ég hefði klárlega ekki haldið námskeiðið á þessum tíma ef mér þætti þetta ekki svona ferlega skemmtilegt!

Líkamstjáning
Hitt námskeiðið sem ég var með á menningarnótt var svo örútgáfa af stærra námskeiði um líkamstjáningu. Þetta vakti gríðarlega lukku og greinilegt að almenningur er mjög hungraður í meiri fróðleik um líkamstjáningu og hvernig hægt er að beita henni til að auka árangur í samskiptum.

Auk þessara tveggja námskeiða sem ég var með var Ragnar Valson með ljómandi gott námskeið sem heitir listin að kynna og Árni Árnason með skemmtilegt námskeið um persónuleikafræði þar sem skoðaðar voru hinar 4 erkitýpur persónuleikafræðanna.

Ef einhverjir eru áhugasamir um þessi námskeið, hvort heldur sem er í stuttri eða langri útgáfu, þá er um að gera að setja sig bara í samband við JCI á Íslandi í gegnum heimasíðuna þeirra, www.JCI.is


Aftur á lappir - nú með enn ferskari sölunámskeið

Þá er komið að því að maður fari aftur að vinna eftir smá rimmu við krabbamein.

Síminn er farinn að hringja og greinilegt að margir eru að velta fyrir sér námskeiðum. Það eru auðvitað hin mögnuðu sölunámskeið sem eru alltaf vinsælust en fast á hæla þeirra koma önnur námskeið af svipuðum toga s.s. framkoma, kynningar, samskiptatækni og fleira í þeim dúr.

Ég notaði seinnihlutann af veikindafríinu í að endurmeta námskeiðin og bæta þau. Alltaf hægt að gera efnið ferskara og skemmtilegra. Ég notaði líka tækifærið og skrifaði nokkur ný námskeið sem fara inn í dagskrána fljótlega. Þar á meðal er sölustjórnun og námskeið í því hvernig sé best að selja yfir internetið.

Gott val verður því með ný og fersk námskeið og með mig endurnærðan eftir margra mánaða pásu! 


Sumarhús til leigu - Orlando Flórída

Uppfærsla 2011: Þeir aðilar sem ég setti síðuna upp fyrir hafa greinilega ekki endurnýjað lénið og því liggur síðan niðri. Eflaust er hægt að fá nánari upplýsingar um húsið (eða húsin) í síma 578 3000 

Var að henda upp ansi fínni síðu þar sem er að finna sumarhús til leigu rétt við Orlando í Flórída.

Þetta er á mjög flottu svæði sem heitir Windsor Hills en það er einungis í nokkurra mínútna fjarlægð frá Disney World, Universal Studios og fleiri skemmtigörðum.

Langar þig ekki til fara í frí í sólina?
Kíktu á http://windsorhillshouses.net (síðan liggur niðri)

Sumarhús til leigu

 


Hæsnakofi í kreppunni

Hér er önnur kreppuhugmynd. Byggja hænsnakofa í garðinum og njóta þess svo að fá bæði lífrænt ræktuð egg og einstaklega ferskan kjúkling af grillinu :)

 Kaninn veit sko allt um þetta en það er hægt að nálgast teikningar af svona kofa hér: How to build a chicken coop

hahaha... snilld!


Nýtt kvótatengt kreppuæði

Ég spái því að "Building a Dory boat" verði næsta æðið í kreppunni.. hehe. Er ekki málið að ná sér í teikningar (Dory Plans) og klambra einum svona saman í kreppuni, svo getur maður bara rennt fyrir fiski í soðið þegar manni hentar. Varla tuða menn yfir kvóta þó fólk sæki sér nokkra titti í soðið af miðunum sem við eigum víst öll :)

Twitter dellan

Ég er búinn að vera að prufa þetta twitter dót, er nú bara ekki svo vitlaust eftir allt saman. Hægt er að finna mig @tryggvie - endilega finndu mig ef þú ert á Twitter.

Var líka að komast að því að það er til fullt af sniðugum tólum fyrir Twitter.Ég nota til dæmis TweetDeck til að Twitta.. ferlega sniðugt tól og mun þægilegra í notkun heldur en vefurinn. Svo finnst mér TweetLater vera snilld til að gera sjálfvirkar Tweetfærslur, senda sjálfvirkar kveðjur og svoleiðis.

Ég er semsagt hættur að vera þeirrar skoðunar að Twitter sé bóla sem springi hratt og örugglega... ég held að Twitter sé komið til að vera!

Kv
T


Framtíðarsýn þjóðar og Hugmyndaráðuneytið

Framtíðarsýn þjóðar (Hugmyndaráðuneytið) er forsíðufréttin í Fjarðarpóstinum sem var að koma út.
Hægt að skoða pdf á slóðinni: http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2009-15-skjar.pdf

 

Hugmyndaráðuneytið ásamt Menntamálaráðuneytinu vilja vekja athygli á verkefninu Framtíðarsýn þjóðar sem stendur yfir dagana 17. til 24. apríl. Verkefnið er heimaverkefni sem skólar geta boðið nemendum að leysa í faðmi fjölskyldunnar. Verkefninu er ætlað að styrkja tengsl barna og foreldra sem og þjóðarinnar allrar með því veita Íslendingum sterka framtíðarsýn og von.

Frumkvæði að verkefninu á Hugmyndaráðuneytið sem eru ópólitísk grasrótarsamtök og starfa án allra fjárveitinga og hagsmunatengsla. Það óskar nú eftir samstarfi við skóla landsins til að tryggja að verkefnið nái til barna og unglinga. Verkefninu er ætlað að vekja yngri kynslóðir, erfingja landsins, til umhugsunar um framtíðina og virkja þau til þátttöku. Án aðkomu skólakerfisins er hætt við að verkefnið nái ekki til barna og unglinga.

Úrlausn verkefnisins fer fram á heimili nemenda og í gegnum vefinn. Kennarar og skólar eru beðnir að dreifa verkefnisblaði til nemenda og veita því móttöku viku síðar. Verkefnið veitir fjölskyldum tækifæri á að setjast niður með börnum sínum og ræða saman um mikilvæg málefni og svara saman spurningum sem horfa til framtíðar.

Menntamálaráðuneytið hvetur til þátttöku í verkefninu.


Virkilega smart leið í kreppunni!

Núna í kreppunni eru flestir að velta því fyrir sér hvernig þeir geta náð sér í aukapening eða hvernig þeir geti aukið tekjurnar í fyrirtækinu sínu.

Mack nokkur er algjört gúru í markaðssetningu á netinu og er með frábæran klúbb þar sem hann er með fullt af kennsluefni (á vidjóformi) í hefðbundum og óhefðbundnum markaðsleiðum á internetinu. Þetta er alveg ótrúlega flott og vandað kennsluefni og inniheldur virkilega safarík trikk og ferskar hugmyndir.

Þetta er brilliant fyrir þá sem eru með fyrirtæki og vilja ná sér í virkilega góða þekkingu á internetmarkaðssetningu fyrir lítinn pening.

Þetta er brilliant fyrir þá sem vantar að ná sér í aukatekjur því Mack kennir mjög flottar leiðir til að markaðssetja og/eða kynna vörur annarra og fá greitt verulegar upphæðir fyrir!

Mæli með að þú skoðir fríu vidjóin á síðunni til að fá forsmekkin af því sem er í klúbbnum

http://www.FutureMaverickMoneyMakers.com


Svava Johansen og E-Label - ævintýrið heldur áfram :)

Má til með að skjóta hér inn fréttatilkynningu frá E-label fyrir þá sem hafa verið að fylgjast með þessu máli. tölvupóstana sem gengi á milli e-label og verksmiðjunnar má sjá inni á Facebook (http://www.facebook.com/note.php?note_id=56361401841&ref=mf)

FRÉTTATILKYNNING 11. Mars 2009

Svava Johansen og E-Label:

Skólabókadæmi í siðlausum viðskiptum

Í viðtali við Fréttablaðið viðurkennir Svava Johansen berum orðum að NTC hyggist halda baráttu sinni áfram fyrir að knésetja minni samkeppnisaðila í tískubransanum.
Hún segir um frönsku verksmiðjuna sem E-label hefur gert samning við og allur styrrinn stendur út af: “Ef þeir vilja brjóta samning við okkur þá er það þeirra mál. Þá myndum við kannski fara í mál eða skoða það.”

Ef pöntun E-label er undir framleiðslulágmörkum, eigendur fyrirtækisins hafa villt á sér heimildir og sagst ætla að selja vörurnar aðeins á Bretlandsmarkaði, hvers vegna ætti framleiðandinn þá að brjóta einhvern samning á NTC? Er þá ekki bara augljóst að ekkert verður af samningum óháð því hvort NTC skiptir sér af því eða ekki?

Sannleikurinn er nefnilega sá að E-label hafði samband við frönsku verksmiðjuna þegar í janúar og það tókust með þeim samningar, kreditt-tékk var framkvæmt og sýnishorna framleiðsla hófst. Umræður um magn leiddu til þess að samið var um 100 eintök hið minnsta. Af tölvupósti, sem fylgir í afriti, kemur glöggt fram að fulltrúi E-label skýrði fulltrúa frönsku verksmiðjunnar frá því að E-label væri íslensk verslun og hyggðist m.a. selja vörurnar m.a á Íslandi. Þá fékk E-label afhent sýnishorn sem voru framleidd og merkt verksmiðjunni. Það liggja líka fyrir langtum fleiri gögn sem sína ótvírætt hvernig í málunum liggur.

Það er því augljóst að Svava fer með hrein ósannindi. Hún hafði engin afskipti af málinu fyrr en í síðustu viku á fimmtudaginn sl þegar framleiðslan var stöðvuð skyndilega.
Hvort NTC hefur einhvern samning við framleiðandann skal látið ósagt, en samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjunni kemur ekkért slíkt fram. Þar að leiðandi er ljóst að Svava hefur beitt óheiðarlegum viðskiptaaðferðum. NTC er markaðsráðandi verslunarkeðja, sem með framferði sínu reynir að brjóta keppinauta sína á bak aftur.

Að auki stendur það sem E-label hefur áður bent á, Svava reynir með siðlausum viðskiptaháttum sínum að leggja steina í götu íslenskra hönnuða.
Málflutningur Svövu er fullur af þversögnum og ósannindum eins og berlega kemur fram í viðtali í Fréttablaðinu miðvikudaginn 11. mars s.l.
E-label mun ekki beygja sig fyrir svona hátterni heldur leita réttar síns á annan hátt ef Svava biðst ekki afsökunar á ásökunum sínum og hættir við ætlun sína um að þvinga franska framleiðandann til að sniðganga framleiðslu E-labels.

Fyrir hönd eigenda E-label

Andrea Brabin
Ásta Kristjánsdóttir
Heba Hallgrímsdóttir
Hilmar Stefánsson
Siggeir M. Hafsteinsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband