Hæsnakofi í kreppunni

Hér er önnur kreppuhugmynd. Byggja hænsnakofa í garðinum og njóta þess svo að fá bæði lífrænt ræktuð egg og einstaklega ferskan kjúkling af grillinu :)

 Kaninn veit sko allt um þetta en það er hægt að nálgast teikningar af svona kofa hér: How to build a chicken coop

hahaha... snilld!


Nýtt kvótatengt kreppuæði

Ég spái því að "Building a Dory boat" verði næsta æðið í kreppunni.. hehe. Er ekki málið að ná sér í teikningar (Dory Plans) og klambra einum svona saman í kreppuni, svo getur maður bara rennt fyrir fiski í soðið þegar manni hentar. Varla tuða menn yfir kvóta þó fólk sæki sér nokkra titti í soðið af miðunum sem við eigum víst öll :)

Twitter dellan

Ég er búinn að vera að prufa þetta twitter dót, er nú bara ekki svo vitlaust eftir allt saman. Hægt er að finna mig @tryggvie - endilega finndu mig ef þú ert á Twitter.

Var líka að komast að því að það er til fullt af sniðugum tólum fyrir Twitter.Ég nota til dæmis TweetDeck til að Twitta.. ferlega sniðugt tól og mun þægilegra í notkun heldur en vefurinn. Svo finnst mér TweetLater vera snilld til að gera sjálfvirkar Tweetfærslur, senda sjálfvirkar kveðjur og svoleiðis.

Ég er semsagt hættur að vera þeirrar skoðunar að Twitter sé bóla sem springi hratt og örugglega... ég held að Twitter sé komið til að vera!

Kv
T


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband