Færsluflokkur: Bloggar
Úff.. ekki beinlínis góð tilhugsun að börn séu að borða nammi úr eiturlyfjum!!!
Þá held ég að það sé nú bara best að búa til nammið sjálfur. Bæði ódýrara og mun bragðbetra.
Bara að skella sér á nammiland.is og kaupa hráefni þar. Allt sem þarf til að búa til brjóstsykur. ...og bráðum verður hægt að fá allt í konfektgerð, lakkrísgerð, hlaupgerð og karamellugerð.
Njótið samveru og sælgætis - það er gaman að búa til nammi saman.
Skynvillt sælgæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.9.2008 | 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er Nammiland loksins búið að opna! (www.nammiland.is)
Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Guðlaug verið með brjóstsykursgerðarnámskeið og upp úr því kviknaði sú hugmynd að opna netverslun sem býður upp á allt sem þarf í brjóstsykursgerð. Núna nokkrum vikum seinna er sú verslun semsagt komin í loftið.
Þarna er hægt að fá allt sem til þarf, tæki & tól, bragðefni, litarefni og fleira. Meira segja hægt að kaupa Heksepulver og lakkrísduft!
Hægt að fá upplýsingar um námskeiðin hennar Guðlaugar og ég veit ekki hvað.
Endilega kíkið í Nammilandið og hver veit nema þið sjáið eitthvað spennandi.
Bloggar | 3.9.2008 | 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langar þig að læra að búa til þinn eigin brjóstsykur?
Skelltu þér þá á námskeið í brjóstsykursgerð!
Námskeiðin fara fram í litlum hópum, 4-6 manns.
Bókaðu námskeið núna fyrir hópinn þinn.
Ef þú ert ein(n) eða nærð ekki 4 í hóp hafðu þá samband og við munum aðstoða við að fylla upp í hópinn og finna dagsetningu sem hentar öllum hópnum.
Námskeiðið er frá 19:00 - 22:00 og kostar 5.000 kr. pr. mann.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er allt hráefni og handbók
Þátttakendur fá brjóstsykur með heim.
Skráningar og/eða upplýsingar:
namskeid(hja)nammiland.is eða í síma 821 7619
Næstu lausu dagsetningar:
Miðvikudagurinn 27. ágúst
Þriðjudagurinn 2. september
Þriðjudagurinn 23. september
Sendu endilega fyrirspurn á namskeid(hja)nammiland.is ef þú vilt panta sérstaklega fyrir hóp
eða ef þessar dagsetningar henta ekki !
Bloggar | 20.8.2008 | 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á laugardaginn verður Guðlaug frá nammiland.is í húsakynnum JCI við Hellusund 3, 101 Reykjavík. Þar ætlar hún að laga brjóstsykur og leyfa gestum og gangandi að smakka nýgerða, gómsæta mola auk þess sem hægt er að sjá allt ferlið. Heimalagað slikkeri svíkur engann!
Hvenær: Laugardaginn 23. ágúst frá 14:00-16:00
Hvar: JCI Húsinu, Hellusundi 3, 108 Reykjavík
Kostar: 0 kr
Bloggar | 20.8.2008 | 15:58 (breytt 21.8.2008 kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Getur hann ekki bara lagt inn umsókn til yfirvalda og sóst eftir að starfa við þetta. Slegið þar með tvær flugur í einu höggi - svalað sínum pervertísku þörfum og sinnt borgaralegum skyldum! Ég er meira að segja viss um að hann sé tilbúinn að gera þetta fyrir 0kr - þannig að ríkið græðir!
Eru svona störf í boði á íslandi?
Kvaðst vera klámeftirlitsmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.8.2008 | 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það styttist í opnun nýrrar heimasíðu: www.nammiland.is
Nokkur námskeið hafa verið haldin eftir að bloggsíðan http://brjostsykur.blog.is kom upp og hafa þau gengið mjög vel og þátttakendur farið ánægðir heim með sinn brjóstsykur.
Ýmislegt hefur verið gert eins og eplabrjóstsykur, jarðaberja, hindberja, sítrónu, saltlakkrís, piparbrjóstsykur og tvílitur kóngabrjóstsykur svo eitthvað sé nefnt. Í lokuðum hópum hefur verið vinsælt að "dulbúa" bróstsykur, þ.e. setja annan lit en almennt þekkist við bragð, t.d. bleikan sítrónubrjóstsykur með súrri fyllingu eða appelsínugulan og grænan lakkrís og karamellubrjóstsykur og skemmtir fólk sér vel við að ímynda sér svip vina sem stinga þannig mola upp í sig.
Allir hafa verðið sammála um að brjóstsykurinn sem búinn er til á námskeiðinu sé virkilega bragðgóður og ferlið við að búa hann til er afar skemmtilegt og fróðlegt.
Hægt er að senda fyrirspurnir um námskeið á namskeid@nammiland.is eða hafa samband við Guðlaugu í síma 821-7619.
Kveðja,
Tryggvi (og Lauga)
Bloggar | 12.8.2008 | 14:53 (breytt kl. 14:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðlaug er komin á fullt í námskeiðisstússið en brjóstsykursgerðarnámskeiðið hennar sló svo rækilega í gegn að hún ætlar að gera meira af slíku :)
Hérna er auglýsing frá henni fyrir áhugasama...
Bloggar | 15.7.2008 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er byrjaður að henda myndum inn á flickr.com vefsvæðið. Áhugasamir endilega kíkið þangað til að sjá myndir sem við Lauga höfum verið að taka. Margar skemmtilegar að finna þar...
www.flickr.com/photos/tryggvie
Til dæmis þessar:
www.flickr.com/photos/tryggvie
Bloggar | 18.6.2008 | 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er verið að brúka nýju myndavélina alveg hreint stanslaust... hér eru tvær skemmtilegar sem ég tók í gær í turku (Finnlandi)
Bloggar | 4.6.2008 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við skötuhjúin ákváðum að fá okkur loksins langþráða myndavél. Við eigum eina litla gamla (samt stafræna) Kodak vél sem er ásættanleg en lengi hefur draumurinn verið að eignast góða Canon vél. Þar sem við erum að fara til Finnlands var ákveðið að splæsa loks í slíkan grip. Við fengum okkur Canon EOS 450 og erum ekkert lítið ánægð með myndirnar úr gripnum.
Hér má sjá myndir úr nýju vélinni, annars vegar af dísarfuglinum She-Ra og svo píanóinu hennar Laugu.
Bloggar | 1.6.2008 | 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar