Færsluflokkur: Bloggar
Ætli maður geti skilið þetta sem svo að bankarnir séu að leysa sín mál með því að prenta bara eigin peninga? Það væri nú svosem ekki vitlaust hjá þeim. Allir vilja endalaust fá lánað meira og geta örugglega ekki borgað það nokkurn tíman til baka þannig að það er bara ábyrgðarfullt af bankanum að prenta bara falspeninga. Sniðugt hjá þeim!
Af hverju er það tekið sérstaklega fram í fréttinni að lögregluþjónarnir hafi bæði verið ungir og fallegir? Þegar peningafölsunarmál koma upp, eru þá ungu, fallegu lögregluþjónarnir sendir á vettvang? Eru hinir eldri, sem farið er að sjá á, frekar sendir í einhver önnur verkefni?
Fékk falsaðan seðil í bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.12.2007 | 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...beiðið er eftir að lögregla urði hræin! Má ekki frekar setja upp markað, t.d. í bónus þar sem kjötið er selt? Ég er alveg til í lund af hreindýri sem einhver ók á!
ummm....hreindýr.
Ók á 13 hreindýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.12.2007 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Hinn kristni menningararfur" - Þegar ég lærði mína sögu í grunnskóla og svo í framhaldsskóla las ég það að Kristniboðar á íslandi drápu menn og annan fyrir að blóta að heiðnum sið. Það er því mjög athyglivert að hlusta á marga af kirkjunnar mönnum tala um fortíðina eins og hún sé eitthvð sérstaklega glæst og uppfull af kærleik og góðum boðskap. Það eru ekki nema nokkur hundruð ár síðan kirkjan hætti að drepa heiðingja og/eða senda þá í útlegð.
Allir sem hafa gengið í gegnum grunnskóla vita að þar fer fram trúboð ríkiskirkjunnar, falið á bakvið orðið "kristifræðsla" og/eða "trúfræðsla". Það sem virðist aldrei koma fram í þessari umræðu er að allar aðrar skoðanir og trúr fá litla sem engan tíma í kennslustundunum og einungis rætt um þær í framhjáhlaupi.
Vissulega má gera ríkistrúnni hátt undir höfði þar sem ríflega 80% þjóðarinnar (meðvitað eða ómeðvitað) eru innanborð, en það verður þó að gæta sanngirnis. Sérstaklega finnst mér leitt að vera í sífellu að heyra af grunnskólabörnum sem er bókstaflega er "hent fram á gang" á meðan kristnifræðslan(trúboðið) fer fram, einungis vegna þess að þau eru ekki í "réttu klíkunni".
Er ekki einfaldasta lausnin að gefa öllum skoðunum jafnan tíma, fulltrúar allra safnaða fá að koma í heimsókn a.m.k. einu sinni yfir veturinn og láta þar við sitja? Eru kirkjunar menn virkilega það hræddir og örvæntingarfullir að þeir treysti sér ekki til að stunda sitt trúboð í þar til gerðum kirkjum og safnaðarheimilum?!
Persónulega þekki ég nokkra foreldra sem vilja að trúboð fari fram í skólanum, ekki vegna þess að það eigi heima þar.... neinei... heldur vegna þess að þá þarf ekki að standa í því veseni sem fylgir því að þurfa að aka barninu í og úr kirkju. Þeim finnst víst nóg um að þurfa að aka börnunum í íþróttir, tónlistarskóla og fleira í þeim dúr.
Trúboð í grunnskólum af því foreldrar eru of latir til að kenna börnum kristin gildi? Er það virkilega það sem við viljum?
Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.12.2007 | 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Getum við ekki bara prufað að svara í sömu mynt og séð hvað Kananum finnst um það? Þeim finnst þeim vera svo heilagir í þessari nútíma helför sinni gegn ímynduðum hættum og hryðjuverkum. En hvað ef Evrópuþjóðir svara einfaldlega í sömu mynt?! Járnum alla kana sem koma til landsins og spyrjum þá spjörunum úr í orðins fyllstu merkingu!
bara hugmynd....
Fangelsuð í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.12.2007 | 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég skil ekkert í Bæjarstjórninni hérna að vera að taka mark á þessum vælukjóum sem tuða og rausa yfir öllu sem heitir breytt skipulag. Sömu vælukjóar fóru mikinn þegar birt var skipulag við Skúlagötu og skuggahverfið í Reykjavík. Að sjálfsögðu var lítið hlustað á þá og í kjölfarið reis þetta stórkostlega hverfi með glæstum háhýsum. Hið sama var uppi á teningnum þegar nýjum lóðum fyrir háhýsi var úthlutað við Borgartún. Halló! Stórglæsilegt hverfi.
Hvernig væri að við hættum að hlusta á nöldurskjóður og vælukjóa sem skortir alla sýn til framtíðar!
Sjö hæða hús rís við Strandgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.12.2007 | 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er ég alveg einn um þá skoðun að íslensk fangelsi séu tómt grín. Fangar fá að hafa síma, tölvur og öll önnur nútíma þægindi. Þeir geta fengið helgarleyfi og hvaðeina! Er ég alveg að misskilja "conceptið"? Ég hélt að fangelsisvist ætti að vera refsing og frelsissvipting. Ekki svo að skilja að ég vilji endilega ganga jafnlangt í þessum málum og kaninn en það hlýtur að vera til einhver millileið!
Það er ekki nóg með það að við þorum ekki að dæma menn af hörku (harðsvíraðir kynferðisglæpamenn dæmdir í nokkra mánuði) heldur eru menn síðan dæmdir í "lúxusdvöl á Kvíabryggju" - endurskoðun einhver?!
Afplána á Kvíabryggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.12.2007 | 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Alveg er þetta lýsandi dæmi um þau vinnubrögð sem gjarnan eru ástunduð hjá hinu opinbera. Forstöðumaður innheimtusviðs tollstjóra segir þetta af og frá en samt kannast allir starfsmenn við málið og samt er ekkert að gerast! Það er um að gera að stinga bara hausnum í sandinn og láta sem ekkert hafi gerst af því svona lagað "getur ekki átt sér stað hjá embættinu". Hahahahaha... þetta eru nú meiri vitleysingarnir.
Getur nú varla verið mikið mál að biðjast afsökunar á þessum óþægindum og hreinlega að strika þetta út hjá aumingja manninum. Tveggja mínútna vinna á lyklaborðinu!
Hef aldrei orðið gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.12.2007 | 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég held að ég sé búinn að átta mig á því hvað sé eiginlega í gangi innan Femínistafélagsins....
Undanfarið ár hef ég furðað mig á mjög mörgu sem þetta annars ágæta félag hefur gert og velt því reglulega fyrir mér hvað vaki eiginlega fyrir félaginu. Forsvarsmenn félagsins eru greinilega ekki virkir þjóðfélagsþegnar og fara sennilega ekki út úr húsi því þá hefðu þeir vafalítið tekið eftir því sem er að gerast. Fólk er löngu hætt að taka mark á félaginu enda aðgerðir og fullyrðingar og málflutningur löngu kominn út fyrir öll skynsamleg og eðlileg mörk. Félagið er líka alveg hætt að berjast fyrir jafnrétti og skiptir sér á engan hátt af því sem máli skiptir. Það er eingöngu einblínt á einhver fáránleg afmörkuð verkefni (eins og að kæra Valitor) sem skipta litlu sem engu máli og er í ofanálag tómt bull. Þetta er orðinn einhver leiðinlegur farsi og bull sem almenningur nennir ekki að taka þátt í.
En svo rann þetta allt í einu upp fyrir mér... sennilega hefur einhverjum and-femínista tekist að villa á sér heimildir og laumast inn í innsta kopp hreyfingarinnar. Þessi and-femínisti er svo núna að vinna markvisst að því að splundra hreyfingunni innan frá og tryggja það í leiðinni að almenningur hætti að nenna að hlusta og taka mark á því sem sagt er. Þetta er auðvitað snilldar herkænska.
Í ljósi þess að Öryggisráð Femínistafélags Íslands hefur kært Valitor fyrir að "miðla" með klám, þarf þá ekki ráðið að kæra allar fullorðinsleikfangaverslanir þar sem þær selja klám á DVD diskum og spólum. Svo ekki sé minnst á öll klámfengnu leikföngin sem augljóst er að karlmenn nota eingöngu til að niðurlægja konur. Svo í kjölfarið hlýtur ráðið að kæra allar bensínstöðvarnar og bókabúðirnar fyrir að miðla klámi í formi prents. Lokahnykkurinn næst svo þegar ráðið fær að hafa öryggisfulltrúa á Keflavíkurflugvelli þar sem hann getur leitað að klámi í farangri fólks. Þessi fulltrúi gæti líka í leiðinni komið auga á allar þessar stúlkur sem eru víst þvingaðar til íslands í þeim tilgangi að niðurlægja þær á þar til gerðum strípibúllum.
Farsi? Öfgar? ... ég bara velti því fyrir mér hvað komi eiginlega næst í þessari sápu?!
Femínistafélagið kærir Vísa-klám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.12.2007 | 23:25 (breytt kl. 23:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir nærri tveggja ára hlé hef ég ákveðið að herja aftur á netheima. Margir hafa beðið þessa með mikilli eftirvæntingu og mun ég gera mitt besta til að standa, í einu og öllu, undir þeim eftirvæntingum. Sem fyrr munu skrif mín valda hughrifum, æsingi, aðdáun, æstum skoðanaskiptum og allt þar á milli. Mikið eru skemmtilegir tímar framundan! :)
Baráttukveðjur,
Tryggvi
Bloggar | 11.12.2007 | 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar