Færsluflokkur: Bloggar

Biskup auglýsir fráfræði sína!

Umrætt tákn heitir Sólkrossin og hefur ekkert með trúarbrögð að gera, hvorki heiðni né kristni.

Sólkrossinn umræddi hefur verið notaður í nærri því öllum trúarbrögðum og var kominn fram á sjónarsviðið mörg þúsund árum fyrir krist. Þetta tákn var notað til að sýna tíma, árstíðir og stjörnumerki. Hver ferningur táknar árstíð. Strikin tvö sem mynda kross tákna sólstöður, þ.e. þann tíma árs þegar dagur yfirtekur nótt og öfugt.. Inni í þessu tákni var svo alla jafna fleiri strik sem hólfuðu hringinn niður í mánuðina tólf og stjörnumerkin. Sólkrossinn hefur í þúsundir ára (eða lengur) aðstoðað mennina við að fylgjast með uppskeru, árstíðum og sólargangi.

Það að biskup skuli ætla að eigna kristnum mönnum þetta tákn er bara enn eitt dæmið um það hversu fáfróður maðurinn er og þröngsýnn. Það "Á" enginn svona tákn... hvorki heiðnir né kristir né aðrir... þetta er einfaldega bara tákn sem hefur sína merkingu og öllum er frjálst að nota það hafi þeir not fyrir það.

Það að kristnir menn skuli afneita því að merkið sé eldra en þeirra trú (og að aðrir geti átt það) kemur mér svosem ekkert á óvart því þorri þeirra trúir því ekki að jörðin sé búin að vera hér í milljónir ára. Trúa því heldur ekki að til sé þróun. Trúa því heldur ekki að risaeðlubein séu raunveruleg... hvað næst? :D

 


mbl.is Heiðið tákn á nýrri Biblíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvífari vikunnar er magnaður!

tvifari_loftur

Þarf að ræða þetta eða.... ?! Tvíburar ??


Ef hommar gætu flogið væri Verzsló flugvöllur

Rakst á þessa línu á Huga í morgun - fannst hún dálítið skondin. Man nú ekki hvort það var mikil "hommamenning" í Verzló þegar ég var þar á sínum tíma. Maður ætti kannski að fara í "field trip" og skoða umræddu hommamenningu.

Heilagur fótur með lækningamátt til sölu - Tilboð óskast!

Var ekki manninum bara nær að vera að stæra sig af því að vera með "heilagan fót"?!


Ég er með heilagan fingur, allir sem koma við fingurinn á mér finna aukinn lífskraft og eldmót í allt að 7 virka daga. Nú er bara að vona að enginn komi og  helli mig fullan og steli svo af mér fingrinum!


mbl.is Stálu fæti af helgum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpakonur ganga frjálsar!

Einhverjir eiga vafalítið eftir að bilast þegar þeir lesa þetta blogg en ég ætla samt að láta vaða...

Ef konu er naugað þýðir það sjálfkrafa að hún eigi að fá sakaruppgjöf fyrir þá glæpi sem hún hefur framið? Ef ég brýst inn í tölvuverslun en er svo gripinn glóðvolgur í miðjum klíðum af tröllvöxnum karlmönnum sem nauðga mér á staðnum...þýðir það að ég fái engan dóm fyrir innbrotið?

 Í Saudi-Arabíu eru lög, fáránleg lög... en eru engu að síður lög. Í þeim segir að konur megi ekki vera einar á ferð (þ.e. án fylgdar karlmannsins sem á hana) og því síður mega þær tala við ókunnuga. Þær mega ekki einu sinni horfa á ókunnuga. Konugreyið var ein á ferð að tala við ókunnugan þegar á hana var ráðist. Heimsbyggðin bilaðist yfir fréttinni á sínum tíma sem var sett fram þannig að hún hljómaði eins og verið væri að dæma hana "fyrir að láta nauðga sér" sem var alls kostar ekki rétt.

Það sem er merkilegt við þessa frétt að mínu mati er að svona dómar falla mjög reglulega í Saudi-Arabíu. Þ.e. konur dæmdar fyrir að vera þvælast einar og fyrir að horfa á og/eða tala við ókunnuga en heimsbyggðin bregst ekki almennilega við fyrr en um fórnarlamb nauðgunar er að ræða! Hvernig væri að heimsbyggðin færi að skipta sér í aukna mæli af bullinu sem á sér stað í Saudi-Arabíu, þar sem menn eru t.d. handteknir fyrir að raula/syngja á almannafæri og ef þú brýtur af þér þrisvar ertu einfaldlega drepinn!!!


p.s. Gæti samt verið sniðugt að taka upp svona húðstrýkingar á íslandi, sé það alveg fyrir mér.
"Maður dæmur í 280 svipuhögg fyrir að aka gegn rauðu ljósi" - þá færu menn sko að gæta að sér!


mbl.is Fórnarlambi nauðgunar veitt sakaruppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver segir ekki "shit" þegar maður stendur í saur upp á ökkla?!

Daginn sem klósettið mitt stíflast og allt fer út um allt... þá kem ég sko aldeilist til með að blóta. Sá sem skilur ekki slíkt og fer í mál... sá aðili ætti að prufa að standa í hland og kúk upp á ökkla, vitandi að það er í hans verkahring að moka svo skítnum út og þrífa 'pleisið' !

 

Sjitturinn segi ég nú bara...


mbl.is Mátti bölva klósettinu sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju 438 en ekki 431 eða 442?

Hvernig komast menn að því að 438 ára fangelsi sé málið? 

Ef við hugsum ekki um það hversu kjánalegt það er að dæma mann a.m.k. 300+ árum lengur en hann lifir... þá hlýtur maður spyrja sig: afhverju 438? Ef þeir hefðu dæmt hann í t.d. 421 ár hefðu þá komið fram raddir sem segja: "Dómarinn er gunga, dómurinn er allt of linur, það þarf að herða refsingar hérna!"   ... en ef dómurinn hefði verið 448 ár hefði þá stór hópur hugsanlega komið fram: "dómarinn er brjálaður! Þetta er allt of þungur dómur... 420 ár er alveg hámark!" - En kannski er öllum bara skít sama... dómarinn er með tening sem hann kastaði 3... það kom upp 4 í fyrsta kasti, svo 3 og svo að lokum 8. Því dæmdi hann mannin í 4-3-8 ára fangelsi!

 

...eða veit dómarinn kannski eitthvað sem við vitum ekki.. t.d. af lifnaðarpillu sem er væntanleg á markað eða er hugsanlega að koma fram eitthvað svona yngingartöframeðal... þannig að við þurfum að senda fólk í 400+ ár í fangelsi? Maður bara hlýtur að spyrja!


mbl.is Dæmdur í 438 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grindverkið mitt fer sko ekki neitt!

Þegar við skötuhjúin festu kaup á íbúð á völlunum fyrr á þessu ári þá var grindverkið við lóðina gjörsemlega í tætlum eftir óveður liðins veturs. Var svosem ekkert skýtið þar sem frágangurinn á grindverkinu var langt frá því að vera í lagi. Tryggvi tók sig því til og reif hvern einasta staur upp með rótum og setti allt grindverkið upp frá grunni. Það er búið að vera mjög gaman að fylgjast með því núna í þessum vindbombum... því grindverkið hreinlega haggast ekki. Gott að sjá að maður hafi gert þetta almennilega!

Það voru hinsvegar ruslatunnur út um alla velli þegar ég ók af stað í vinnuna í morgun (um klukkan 5:45) - er fólk ekki að fatta það, að ef bílar og gámar fjúka og tré rifna upp með rótum... þá er nokkuð ljóst að festa þarf ruslatunnurnar niður?! (þess má geta að okkar tunnur fóru sko ekki fet!)


mbl.is Óveðursútköllum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfundsýki og léleg sölumennska

Finnst fólki það í fullri alvöru óeðlilegt að þegar þú kaupir hugbúnaðarpakka frá tilteknum aðila (t.d. stýrikerfi frá Mircosoft) á sé í pakkanum hugbúnaður frá þeim aðila? Ef þú kaupir stýrikerfi frá Microsoft þá einmitt fylgir þeim pakka, teikniforritið Paint, ritvinnsluforritið Wordpad, lítið tölvupóstforrit, vafri og margt fleira. Er það óeðlilegt?! Hreint ekki.

Hverjum og einum notenda er síðan frjálst að fá sér til dæmis Adobe Elements myndvinnsluforrit þar sem það er miklu fullkomnara en Paint. Þá gæti einhverjum öðrum dottið í hug að fá sér Opera eða Firefox vafra þar sem báðir eru fullkomnari en IExplorer. Það er enginn þvingaður til að nota explorerinn.

Ef ég keypti mér nýja tölvu, kæmi heim með hana og kæmist svo að því þar að ég kæmist ekki á netið vegna þess að það fylgdi enginn vafri með henni yrði ég þokkalega fúll. Þú getur getur sótt Forefox frítt... en því miður ertu ekki með neinn vafra til að gera það með... af því einhverjum bjánanum datt í hug að það væri snjallt að fara í mál við Microsoft og banna þeim að láta vafrann sinn fylgja með stýrikerfinu sem þeir hönnuðu.

Held að þessir menn ættu að læra að markaðsetja og selja sínar vörur á eigin forsendum. Ekki með því að refsa öðrum. Fyrir mörgum árum síðan var Netscape vafrinn með 80% notkunarhlutfall. Einfaldega vegna þess að hann var mun betri og mun betur markaðssettur. Samt fylgdi explorerinn með Windows á þeim tíma! It´s all about sales and marketing - reynið að vaxa upp úr skítkasti og öfundsýki...


mbl.is Jón ætlar í mál við Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fuglinn farinn

Þá greyið hann Kobbi dáinn. En Kobbi var páfagaukurinn okkar.
Lauga er búinn að blogga aðeins um það: http://godpool.blog.is/blog/godpool/entry/390164/

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband