Færsluflokkur: Bloggar
Kannski maður geti apað um eftir gæjanum sem keypti fyrstur manna 1.000 tunnur af hráolíu á 100 dollara. Þ.e. Þegar verðið er komið í 198 dollara þá stekk ég til og panta mér þúsund tunnur eða svo... kemst í bækurnar fyrir að vera fyrsti 'viðskiptajöfurinn' til að kaupa 200 dollara tunnur!
Tryggvi bíður í ofvæni eftir tækifærinu
(ps. vil þó frekar sjá bensínlítrann fara aftur niðurfyrir 100 kallinn hér á skerinu heldur en að sjá hann fara í 250 kall áður en árið er liðið...úfff)
Olíuverð gæti tvöfaldast á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2008 | 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er frábært að sjá hve vasklega Björgvin gengur fram í réttindabaráttu neytenda. Eflaust fær hann mínus í kladdann hjá krossförum bankageirans. Vonandi eru þetta ekki innantóm orð. Held að flestir vilji sjá þessu fylgt eftir að festu og það sem fyrst.
Enda aldrei verið neinn grundvöllur fyrir þessum gjöldum (ekki svoná háaum í það minnsta) og þá sérstaklega ekki á rafrænum seðlum.
Áfram Björgvin !
Seðilgjöld heyri sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2008 | 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef maðurinn sem meira og minna stjórnar því hvernig tölvuheimurinn er segir þetta vera framtíðarsýn sína, þá verður þetta svona. Enda frábær sýn. Ég hef aldrei skilið af hverju menn hafa verið að væla svona mikið út í Bill Gates. Hann er einfaldlega snillingur með magnaða framtíðarsýn. Svo á hann líka fullt af peningum til að gera það sem honum dettur í hug! :D
Gates: Tölvunotkun mun breytast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2008 | 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mér sýnist á þessari frétt að Steingrímur J. og hans glórulausu hugmyndir að netlögreglu séu sóttar til Kínverja. Þeir hafa nú löngum síað netumferð og fylgst grant með því hvað fólk skoðar á netinu og komið í veg fyrir að menn skoði eitthvað sem ríkinu finnst skaðlegt. Rétt eins og það sem Steingrímur vill. Spurning hvort að hann óski ekki formlega eftir samstarfi við Kínversk yfirvöld þar sem þetta virðist ganga svo vel hjá þeim?!
Kínverjar herða eftirlit á vefsjónvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.1.2008 | 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú gott að vita til þess að menn fari bara með hjákonurnar með sér á ballið þarna. Örugglega erfitt að halda því leyndu í svona litlu samfélagi hver er hjákona hvers. Gott framtak!
Frumlegasta hjákonan? Hvað ætli sé mælt? Snjallar leiðir til framhjáhalds...? Hjákonan heldur við konuna en ekki kallinn... það er frumlegt! Mætir óboðin í fjölskylduboð og kynnir sig sem hjákonu viðkomandi... það er frumlegt.
Frumlegasta hjákonan verðlaunuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.1.2008 | 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"en lifðu á hóstasaft og sex höfuðverkjatöflum"
Þvílík fréttamannska Það er nú ekki eins og þær hefðu dáið ef þær hefðu "lifað á loftinu" í tvo sólahringa eða svo. Þetta er næstum því jafn skondið og maðurinn "sem lenti í árekstri við sláturhúsið" - hann ók ekki á það...neinei.. hann lenti í árekstri við það! Sennilega hefur sláturhúsið tekið óvænta beygju eða snarhemlað.
Fastar í lyftu í 2 sólarhringa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.1.2008 | 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Einn fjárfestir á bak við olíuverðshækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.1.2008 | 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 3.1.2008 | 10:04 (breytt kl. 10:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort besta refsingin fyrir ungmenni væri niðurlæging á almannafæri. Til dæmis væri hægt að setja upp svona tening úr plexigleri í miðbænum. Þar inni væru þessir drengir látnir dúsa á nærfötunum í nokkra daga, almenningi til sýnis. Einnig væri hægt að vera með rassskellingar á sunnudögum. Fjölskyldufólk gæti þá skellt sér í miðbæinn til að sjá þegar ódæl ungmenni væru rassskellt opinberlega, öðrum ungmennum til varnaðar!
Fleiri hugmyndir?
Krotað á veggi fjölda húsa í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.1.2008 | 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jæja... þá er það búið. Það var tekið hraustlega á því um jólin, bæði í veisluföngum og í hvíld. Svo mikið var afslappelsið að ég nennti ekki einu sinni að blogga og væla yfir því sem fór í taugarnar á mér! :)
Nýtt og spennandi ár framundan og vil ég gjarnan nota tækifærið og óska þeim sem mig þekkja (og auðvitað öllum öðrum líka) gleðilegs nýs árs - takk fyrir hið liðna... (kannski tek ég einhverntíman í ellinni upp á því að senda jólakort og sms-jóla og áramótakveðjur, en þangað til læt ég svona rafrænar internetyfirlýsingar duga !)
Tryggvi er spenntur fyrir nýju ári - strengi þó engin heit - þarf þess ekki!
Bloggar | 2.1.2008 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar