Glæpakonur ganga frjálsar!

Einhverjir eiga vafalítið eftir að bilast þegar þeir lesa þetta blogg en ég ætla samt að láta vaða...

Ef konu er naugað þýðir það sjálfkrafa að hún eigi að fá sakaruppgjöf fyrir þá glæpi sem hún hefur framið? Ef ég brýst inn í tölvuverslun en er svo gripinn glóðvolgur í miðjum klíðum af tröllvöxnum karlmönnum sem nauðga mér á staðnum...þýðir það að ég fái engan dóm fyrir innbrotið?

 Í Saudi-Arabíu eru lög, fáránleg lög... en eru engu að síður lög. Í þeim segir að konur megi ekki vera einar á ferð (þ.e. án fylgdar karlmannsins sem á hana) og því síður mega þær tala við ókunnuga. Þær mega ekki einu sinni horfa á ókunnuga. Konugreyið var ein á ferð að tala við ókunnugan þegar á hana var ráðist. Heimsbyggðin bilaðist yfir fréttinni á sínum tíma sem var sett fram þannig að hún hljómaði eins og verið væri að dæma hana "fyrir að láta nauðga sér" sem var alls kostar ekki rétt.

Það sem er merkilegt við þessa frétt að mínu mati er að svona dómar falla mjög reglulega í Saudi-Arabíu. Þ.e. konur dæmdar fyrir að vera þvælast einar og fyrir að horfa á og/eða tala við ókunnuga en heimsbyggðin bregst ekki almennilega við fyrr en um fórnarlamb nauðgunar er að ræða! Hvernig væri að heimsbyggðin færi að skipta sér í aukna mæli af bullinu sem á sér stað í Saudi-Arabíu, þar sem menn eru t.d. handteknir fyrir að raula/syngja á almannafæri og ef þú brýtur af þér þrisvar ertu einfaldlega drepinn!!!


p.s. Gæti samt verið sniðugt að taka upp svona húðstrýkingar á íslandi, sé það alveg fyrir mér.
"Maður dæmur í 280 svipuhögg fyrir að aka gegn rauðu ljósi" - þá færu menn sko að gæta að sér!


mbl.is Fórnarlambi nauðgunar veitt sakaruppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Það er reyndar ekki rétt hjá þér að hún hafi verið að tala við ókunnugan þegar henni var rænt. Hún var að tala við fyrrverandi unnusta sinn eins og fram kemur í fréttinni. Nema þeir eigi við að hún hafi verið að "eiga samskipti við ókunnuga" þegar þeim var báðum rænt af 7 mönnum.

það sem er hinsvegar merkilegast í þessu öllu saman er að bera saman nauðgunardóma í Saudi Arabíu og svo á Íslandi, þar sem nauðgunardómar eru eins og helgarfrí.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 17.12.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Lögin er víst þannig að fyrrverandi unnusti er samkvæmt skilgreiningu þarna úti "ókunnugur" - Allir karlmenn sem eru ekki fjölskylda eru ókunnugir. - þessvegna var hún víst dæmt fyrir að "tala við ókunnugan", þetta las ég á Reuters.


En það er rétt, fólk á að vera að bera þetta saman við dóma á Íslandi. Nauðgarar hér fá hlægilega dóma á sama tíma og menn sem hafa skotið undan í business fá tugmilljóna sektir og hvaðeina! Hróplegt ósamræmi og bull!

Tryggvi F. Elínarson, 17.12.2007 kl. 10:20

3 identicon

Hræðilegur atburður.

En hvað með piltinn? Það fer engum sögum af honum í fréttinni.

Er fegin að stúlkan fékk sakaruppgjöf nóg er nú samt Tryggvi.

Margrét (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 10:57

4 identicon

Húðstrýkingar voru refsing á Íslandi lengi vel, langa langa langaafi minn var hýddur á torginu á Akureyri fyrir að eiga börn utan hjónabands. Hann var giftur á þessum tíma þannig að það var ekki hægt að neyða karlinn til að giftast konunni sem hann barnaði  Svoleiðis var Ísland einu sinni.

Hjördís (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:47

5 identicon

Í gegnum söguna þarf alltaf einhvern harmleik eða eitthvað sem gengur svo fram af fólki að það bregst við. Það er mannlegt eðli að hugsa bara um sitt eigið rassgat þar til manni blöskrar svo að gripið er í taumana. Mér finnst það móðgun við öll fórnarlömb nauðgana að þú skulir gera lítið úr þeim glæp sem framið var gegn stúlkunni með því að bera það saman að tala við „ókunnugan“ mann og að brjótast inn til þess að stela. Það er ekki verið að segja að kona sem er nauðgað eigi ósjálfrátt að fá sakaruppgjöf fyrir þá glæpi sem hún hefur framið. Þarna er verið að bregðast við því að það að vera hópnauðgað sé nógu mikil refsing fyrir þann „stórglæp“ að hitta karlmann í einrúmi.

 Auðvitað eru allir sammála þér um það að heimsbyggðin ætti að bregðast við því að konur séu þarna beittar grófu andlegu ofbeldi og brotið sé á grundvallarmannréttindum daglega.. En þarna kom upp mál þar sem fjölmiðlaathyglin gat leitt gott af sér og kannski verður þetta til þess að næsta kona sem á að vera húðstrýkt fyrir að hitta ókunnugan mann mun fá smá sjéns... Góðverk gerast hægt og maður verður bara að taka eitt skref í einu

Thelma (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:55

6 identicon

Thelma, í flestum löndum, m.a. Saudi Arabíu eru það yfirvöld sem dæma fólk fyrir lögbrot og framfylgja refsingum. Þó einhverjir drullusokkar hafi tekið lögin í sínar hendur er frekar hæpið að tala um það sem "næga refsingu". Með því væri beinlínis verið að gefa fólki veiðileyfi á allt og alla sem hugsanlega brjóta lög. 

Gulli (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 16:31

7 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Mikið rétt... fólk þyrfti að læra að opna augun fyrir öllu því sem er í gangi í veröldinni og auðvitað hér á íslandi. Mér hefur sjálfum alltaf fundist íslendingar vera sérlega mikið í "ég-um mig-frá mér-til mín" hugusnarhætti!

Það er vonandi að fólk smátt og smátt vakni til lífsins...

En mér finnst samt sem áður allir horfa framhjá því sem ég er að reyna að fá fólk til að sjá og fordæma. -lögin sem slík

Það eru allir búnir að vera fordæma það að dæma fórnarlamb nauðgunar og eins og Thelma segir þá sé það næg refsing. En hefur enginn skoðun á því að í landinu (S-Arabíu) séu lög sem feli í sér frelsissviptingu?! Mér finnst eins og allir horfi framhjá mikilvægasta hlutanum í þessu en það er sú staðreynd að svona dómar eru stanslaust að falla þarna! Konur settar í steininn og húðstrýktar af því þær fóru í göngutúr!

Tryggvi F. Elínarson, 17.12.2007 kl. 16:35

8 identicon

Gulli, í guðanna bænum ekki taka það sem svo að ég hafi á einhvern mögulegan hátt verið að réttlæta þennan glæp sem var framinn gegn stúlkunni og manninum sem hún hitti. Að sjálfsögðu er dómskerfið þarna enn á miðaldartímum og held að engum standi á sama um það, en mér finnst óþarfi að vera gera lítið úr því að þarna var ósanngjörnum dómi hnekkt. Auðvitað ætti heimurinn að líta á sig sem eina heild og láta alltaf í sér heyra þegar óréttlæti og ofbeldi en því miður virkar það ekki þannig og maður er ansi vanmáttugur nema að fjöldinn taki sig saman og beiti sér eins og var í þessu máli. Í staðinn fyrir að gera lítið úr þessum stórsigri, því þetta er í raun og veru stórsigur miðað við dómskerfið þarna, þá ættum við að sjá vonarglætu í því að hægt er að  bæta úr svona málum.

Thelma (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 14:58

9 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Mér finnst enginn vera að átta sig á því hver mergur málsins er og hvað ég var að reyna að fá fólk til að átta sig á...


Mergur málsins er nefninlega ekki að fórnarlamb nauðgunar hafi fengið dóm fyrir að fá sér labbitúr og spjalla við einhvern gæja....

Mergur málsins er að kona var dæmd fyrir labbitúr og spjall.
Það eitt út af fyrir sig á að fordæma og ég skil ekki að fólk í þessu heimi skuli láta slíkt viðgangast. Ekki skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr nauðguninni þegar ég segi að hún sé aukaatriði. Ég hélt að fólk myndi nú loksins átta sig á því hve illa er brotið á sjálfsögðum mannréttindum kvenna í S-Arabíu. En því miður er talsmáti flestra á þann hátt að allar hinar konurnar sem hafa fengið samskonar dóma á þessu ári skipti bara hreint engu máli. Eina konan sem skiptir máli er þessi sem var nauðgað.... það er sorglegt fyrir konurnar sem búa þarna...

Bottom line...
a) Kona dæmd fyrir að labba og spjalla
b) Fórnarlamb nauðgunar dæmt fyrir að spjalla

Bæði jafn slæmt og jafn mikið brot á réttindum og báðar eiga að fá hjálp og athygli frá heimsbyggðinni

Tryggvi F. Elínarson, 18.12.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband