Íslensk fangelsi eru grín

Er ég alveg einn um þá skoðun að íslensk fangelsi séu tómt grín. Fangar fá að hafa síma, tölvur og öll önnur nútíma þægindi. Þeir geta fengið helgarleyfi og hvaðeina! Er ég alveg að misskilja "conceptið"? Ég hélt að fangelsisvist ætti að vera refsing og frelsissvipting. Ekki svo að skilja að ég vilji endilega ganga jafnlangt í þessum málum og kaninn en það hlýtur að vera til einhver millileið!

Það er ekki nóg með það að við þorum ekki að dæma menn af hörku (harðsvíraðir kynferðisglæpamenn dæmdir í nokkra mánuði) heldur eru menn síðan dæmdir í "lúxusdvöl á Kvíabryggju" - endurskoðun einhver?! 


mbl.is Afplána á Kvíabryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Hraunið teljist verst af þessu. En eins og þú segir bara einhver tittlingaskítur miðað við hvað fangelsi eiga að vera. Ég þekkti mann sem þekkti mann sem átti vin o.s.frv sem var á Kvíabryggju. Hann lýsti þessu bara sem 5 stjörnu hóteli. Bara rekandi einhverja sjoppu á staðnum og alles.

Þetta er bara eitthvað djók. "Fangar eru líka fólk" . . . . . . . .

Einar (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:20

2 identicon

Það er enginn lúxus að vera lokaður inni hvort sem það er á Litla-Hrauni eða Kvíabryggju, það er svo auðvelt að finna þetta allt út á besta mátann heima hjá sér og vita ekkert hvernig þetta er í raun.

Auðvitað er æskilegt að fangar komi betri út heldur þegar þeir fóru inn. Telur fólk að fangar kæmu betri út úr fangelsi ef þeir hefðu verið í járnum upp á vatn og brauð alla fangavistina og fyrir þá sem ekki vita þá er til annað nafn yfir fangelsi, "Betrunarhús"

sola (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 09:19

3 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Vissulega er það rétt að þetta á að vera "Betrunarvist". Það má hinsvegar alveg skoða það hversu langt við eigum að ganga í að "hlúa að" föngum sem brotið hafa að sér. Mér finnst til að mynda alveg eðlilegt að setja spurningarmerki við hluti eins og GSM síma og tölvu. Það þarf enginn að segja mér að þessir hlutir séu mikilvægir þættir í því að betrumbæta afbrotamenn. Þegar menn brjóta af sér þurfa þeir að taka út sína refsingu. Hún á meðal annars að felast í skertu aðgengi að lífsins gæðum!

Tryggvi F. Elínarson, 12.12.2007 kl. 09:41

4 identicon

óskaplega er auðvelt að dæma hlutina án þess að hafa kynnt sér það betur en af vini vinar sem átti vin.

Að dæma öll fangelsi eftir Kvíabryggju er út í hött því það er einfaldlega ekki eins og önnur fangelsi og rekið með öðrum formerkjum en hin.

Að kalla það Lúxus að vera lokaður frá börnunum sínum og öðrum ættingjum og vinum ásamt öllu sem manneskjunni viðkemur er einfaldlega ekki það sem ég get kallað lúxus þó það sé það kannski fyrir þá sem lifa á götunni dags daglega og hafa aldrei haft það sæmilega gott eins og flest fólk.

Það er kannski sumra álit að það ætti að berja fanga og fara ýlla með þá til að refsa þeim og henda þeim svo út á götuna uppfulla af hatri til samfélagsins og auðvitað ætlast þá til að það verði til þess að þeir verði fyrirmyndar borgar eftir það.Lífið er einfaldlega ekki þannig.Ef einhver heldur að mannshugurinn virki þannig þá bendi ég þeim sama á sálfræðibækur til að mennta sjálfa sig um mannlegt eðli og hvernig mannshugurinn virkar.

Fangar eru mismunandi, sumir eru góðar manneskjur þó þeir hafi kannski brotið af sé einkvað smávægilegt og sumir eru skemmdir og sumir eru hreint og beint vondar manngerðir þó ekki sé sterkara til orða kveðið.

Þá góðu er hægt að gera slæma með slæmri dvöl og þá slæmu er hægt að gera verri með slæmri dvöl.En það er líka hægt að gera þá slæmu skárri með góðri dvöl og mannlegheitum, en því miður eiga sumir að því virðist enga von til þess að breytast og þeir breytast ekki frekar þó það sé farið ýlla með þá í fangelsi.

Það veit ég að tónninn myndi breytast hjá flestum ef þeir myndu prufa að sitja í steininum á skólavörðustíg í nokkrar vikur.

Það er nefnilega annað að tala um hlutina sem maður sér eða hefur reynt.Viðhorfin breytast oftast eftir að hafa reynt þá.

riddarinn (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 10:03

5 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Mín skrif eru byggð á reynslu, þó ekki minni eigin. Það vill nú þannig til að ég á þrjá kunningja sem allir þurftu að sitja af sér á Kvíabryggju. Ég á líka gamla æskufélaga sem sat af sér á Litla hrauni. Af reynslusögum þeirra fullyrði ég að íslenskir fangar hafi það allt of gott.

"Bottom lænið" verður nefninlega alltaf það sama: Einhver braut af sér, framdi glæp, og þarf því að sitja af sér refsinguna. Það felur m.a. í sér frelsissviptingu, skert aðgengi að vinum og vandamönnum og fleira sem snertir lífsins gæði. Ég er alls ekki að halda því fram "að það ætt að berja fanga" eins og þú talar um í athugasemd þinni.

Óþarfa munaður á ekki heima í fangelsum!

Tryggvi F. Elínarson, 12.12.2007 kl. 11:18

6 identicon

Já þetta er betrunarhús. Eins og þú segir Tryggvi þá er ég sammála þér um það að einstaklingur fremur glæp og þarf að sitja af sér refsingu. Að mínu mati hafa þeir það allt of gott. Ég vil samt ekki hafa þessi fangelsi hræðileg, langt því frá.  

Hr.Riddari. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumir sem brjóta af sér eru hið best fólk. En það breytir því ekki að það braut af sér. En ég vil alls ekki að fangar séu lamdir eða dúsi í einhverri stein-holu á járnbekk og fái einungis að sjá dagsljós 1 klst. á dag. Það er enginn lúxus að vera lokaður frá börnum, vinum og ættingjum en maður á kanski að hugsa um það áður en maður brýtur af sér.

Fínt að bjóða uppá menntun og fleiri möguleika til að koma sínu lífi á rétta braut. Hlúa að þeim en ekki dekra þá. Þetta er fangelsi, ekki sumarbúðir.

Einar (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband