Öfundsýki og léleg sölumennska

Finnst fólki það í fullri alvöru óeðlilegt að þegar þú kaupir hugbúnaðarpakka frá tilteknum aðila (t.d. stýrikerfi frá Mircosoft) á sé í pakkanum hugbúnaður frá þeim aðila? Ef þú kaupir stýrikerfi frá Microsoft þá einmitt fylgir þeim pakka, teikniforritið Paint, ritvinnsluforritið Wordpad, lítið tölvupóstforrit, vafri og margt fleira. Er það óeðlilegt?! Hreint ekki.

Hverjum og einum notenda er síðan frjálst að fá sér til dæmis Adobe Elements myndvinnsluforrit þar sem það er miklu fullkomnara en Paint. Þá gæti einhverjum öðrum dottið í hug að fá sér Opera eða Firefox vafra þar sem báðir eru fullkomnari en IExplorer. Það er enginn þvingaður til að nota explorerinn.

Ef ég keypti mér nýja tölvu, kæmi heim með hana og kæmist svo að því þar að ég kæmist ekki á netið vegna þess að það fylgdi enginn vafri með henni yrði ég þokkalega fúll. Þú getur getur sótt Forefox frítt... en því miður ertu ekki með neinn vafra til að gera það með... af því einhverjum bjánanum datt í hug að það væri snjallt að fara í mál við Microsoft og banna þeim að láta vafrann sinn fylgja með stýrikerfinu sem þeir hönnuðu.

Held að þessir menn ættu að læra að markaðsetja og selja sínar vörur á eigin forsendum. Ekki með því að refsa öðrum. Fyrir mörgum árum síðan var Netscape vafrinn með 80% notkunarhlutfall. Einfaldega vegna þess að hann var mun betri og mun betur markaðssettur. Samt fylgdi explorerinn með Windows á þeim tíma! It´s all about sales and marketing - reynið að vaxa upp úr skítkasti og öfundsýki...


mbl.is Jón ætlar í mál við Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha einmitt, ef ég hefði ekki verið með IE þegar ég fékk tölvuna mína hvernig hefði ég þá átt að downloada opera? =D

 Það er samt frítt að dl því, þannig að það var ekkert ólöglegt en alveg langtum betri vafri en IE og Firefox finnst mér.

Björn (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Samála, annars finnst mér nýjasta útgáfa IE betri en OPERA og Firefox.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 13.12.2007 kl. 16:13

3 identicon

Ég held að vandamálið sem um ræðir sé ekki einungis bundið við einstaklingsmarkaðinn heldur frekar fyrirtækjamarkaðinn.

Hversu einfalt er svo að markaðssetja vöru sem fáir vita af að hægt sé að skipta um? IE hefur svokallaða einokunarstöðu á vaframarkaðnum og að fólk sé að taka upp hanskann fyrir þess háttar stöðu sýnir bara að þið séuð sátt við að það sé einokað á ykkur.

Spekingur (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:15

4 Smámynd: Sigurður Eggert Halldóruson

Meiri vitleysan. Er ég að láta að einoka á mér með því að vera sáttur við að Internet Explorer fylgir með Windows? Bull.

Er það refsivert af Microsoft að láta IE fylgja með? Ég bara skil ekki hvernig það getur verið. Það er ekki eins og Microsoft triggeri Opera eða FF ónothæfa í Windows. Þér er frjálst að installa því sem þú vilt. 

Kerfisstjórar um allan heim þurfa nú ekki mikið að hafa fyrir því vilji þeir frekar að starfsmenn fyrirtækjanna sem þeir vinna fyrir, noti Firefox eða Opera. Bara senda update á línuna.

Hvað næst? Adobe að kæra Microsoft fyrir að láta MS Paint fylgja með? Eða Lavasoft að kæra Microsoft fyrir að hafa Windows defender í Vista?

Mér persónulega finnst þetta alveg útí hött. Go Microsoft.

En það er samt súr staðreynd að Evrópudómstóllinn er búinn að sekta Microsoft fyrir að láta IE fylgja með í kaupum á Windows. €497 milljónir, og áfrýjuninni frá þeim dómi var hafnað fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Sigurður Eggert Halldóruson, 13.12.2007 kl. 17:15

5 identicon

Er ekki alveg svona einfalt, auðvitað er hverju og einu fyrirtæki heimilt að láta hvaða forrit sem er fylgja hugbúnaðinum. Það sem um ræðir er fyrst og fremst að IE er sambyggt stýriforritinu og ekki er hægt að fjarlæga forritið úr tölvunni. Þetta verður til þess að IE er alltaf fyrir augunum á notendanum og er skrifað þannig að það velur sig sjálft (í sumum tilvika) sem "default" forrit og er þess vegna ósanngjarnt gagnvart öðrum netvöfrum viðskiptalega. IE kemur til með að fylgja windows áfram bara ekki sem hluti að stýrikerfinu.

Þetta mál er ekki svona einfalt eins og það lítur út í fyrstu en hérna eru hlekkir á nokkrar greinar um öll þessi málaferli.

http://www.zdnet.co.uk/tsearch/department+of+justice+internet+explorer+lawsuit.htm 

Kjartan Julius Einarsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:31

6 identicon

Ég nota firefox "by default".
Ég er ekki að lenda í því að ég sé "óvart" að ræsa IE.
IE er nákvæmlega bara ekkert fyrir mér.
(En ég skal samt viðurkenna að ég nota hann af og til þegar ég fer á vefsvæði þar sem að FireFox er ekki að standa sig...)

Natti (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:15

7 identicon

ánægður með að sjá að fólk er á móti þessu bulli í opera mönnum og er alveg samála þessum pósti og annað er ekki safari standard með apple afhverju fara þeir ekki í mál við þá ? bara því það eru ekki eins margir sem nota hann þetta er ekkert annað en öfundsíki og rugl og er það svo ekki líka hægt þegar þú ert að install windows að fara í custom install og afhaka allt sem þú villt ekki fá getur alveg slept því að fá paint inn og wordpad og IE og kapalinn og allt þetta dót ef þú villt það ekki en eins og kemur fram í þessum póst fyrir ofan er þetta bara sem fylgir þessum hugbúnaðarpakka ég vill segja búúú á opera(góður browser samt og jón búinn að gera góða hluti fyrir netið gegnum árinn) en þetta er bull mál.
Áfram MICROSOFT! :D

Snorri (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Þór Sigurðsson

Sama hvað má segja um Microsoft (sem er eitt og sér þónokkuð), þá er þetta nú bara hreinasta heimska.

Ef Toyota umboðið hérlendis selur Michelin dekk með öllum sínum bílum, og ég flyt in Dunlop dekk, á ég þá að kæra Toyota fyrir að selja eitthvað tiltekið merki með bílunum ? Þið seljið allar tegundir, eða engin dekk alls!

???

Fyrri dómur EU um MediaPlayer var heimskulegur. Ef þetta gengur í gegn, þá óska ég eftir fólki í hóp til að glotta upp í opið geðið á Brusselkálhausunum þegar Microsoft dregur sig (tímabundið væntanlega) af Evrópumarkaði.

Bjánar...

Þór Sigurðsson, 14.12.2007 kl. 00:33

9 identicon

Þór þessi samlíking þín er gölluð. Þetta snýst ekki um hvaða vafri fylgir Windows heldur hvort rétt sé að naglfesta téðan vafra í stýrikerfið (eins og microsoft gera) eður ei.

Ef hinsvegar væri ekki alls hægt að skipta um dekkin (hvað þá fjarlægja) nema versla aftur við Toyota og kaupa fleiri Michelin þá myndi líkingin ganga upp.

Var Mediaplayer jafn fastur við stýrikerfið? Man það ekki, en það væri þá jafn ömurlegt fyrir mann því ég forðast MP algerlega, nota einungis Winamp. 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:27

10 identicon

Svona svipað í raun og að fá sér Dunlop dekk en þurfa að hafa michelin dekkin áfram geymd í skottinu... :P

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:28

11 identicon

Léleg markaðsetning kemur málinu ekkert við. Hvenar sást þú síðast Explorer auglýstan einhverstaðar? Hann er aldrei auglýstur vegna þess að Microsoft veit að allir sem kaupa Windows eiga hann. Það liggur líka í augum uppi að það verður að fylgja vafri með stýrikerfinu svo að hægt sé að fara á netið en í gamla daga fylgdi það ekki með. Maður þurfti að fara á ftp server hjá internetveitunni sinni og sækja sér vafra og þar voru þeir helstu í boði og þá valdi maður náttúrulega Netscape þar sem hann var bestur á þeim tíma. Það er hiuns vegar afskaplega ónotendavænt þar sem fæstir hefðbundir notendur hafa hugmynd um hvað ftp er. Nú nota flestir Explorer af því hann er þarna tilbúinn og uppsettur með nýju tölvunni þinni og flestir nenna ekki að spá í því á meðan hann virkar. Eðlilegt og ekkert að því en vandinn er að hann er samtvinnaður stýrikerfinu eins og Meda Playerinn var. Jafnvel þó þú takir hann út þá er hann enn að vinna og poppar upp af og til. Ef þú opnar t.d. vefsíðu í gegnum msn sem er vissuelga forrit frá Microsoft þá opnast það í 99% tilfella í Explorer þó þú sért með annann vafra stilltan sem "default". Það er mjög erfitt að beyta þessari stillingu einhverra hluta vegna og þar liggur hundurinn grafinn. Eins og með Media Playerinn sem spilaði alltaf preview af videounum þó að þú vildir nota annann spilara. Paint er svo ekki í samkeppni við Photoshop eða Illustrator þar sem paint er einungis grunn teikniforrit á meðan Adobe forritin eru Semi pro - pro forrit og er því sú samlíking fráleit. Ef Explorer væri jafn mikill grunnvafri og paint er teikniforrit þá væri þessi umræða ekki í gangi en málið er að Explorer er í bullandi samkeppni við hina vafrana en þarf hins vegar ekkert að hafa fyrir að hafa 80% markaðshlutdeild með mun verri vafra en keppinautarnir. Svo er það svo að Safari er ekki samtvinnaður OS og mjög auðvelt að sleppa honum alfarið svo að maður verði ekkert var við hann og því er það ekki vandamál enda held ég að Safari sé ekki með neina 80% markaðshlutdeild hjá makkanotendum. Ég gæti vel trúað að í makkaheimi séu Firefox og Opera stærst enda er það kerfi sem býður upp á að fólk noti annað en það sem kemur með stýikerfinu. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er Microsoft að misnota sér aðstöðuna og þeir gera það vel og nýta sér það að hinn hefðbundni notandi veit ósköp fátt, eins og margir ykkar hafa sýnt, og því er líklegast að hann muni nota það sem er þegar inn á tölvunni þar til það dugar ekki til lengur eða einhver annar segir þeim til. Spáið bara í því hvenar þið sáuð Explorer og Meda Player síðast auglýstann einhversstaðar og svo hvenar þið sáuð svo síðast Firefox, Opera, Real Player, Quick Time eða aðra vafra og spilara auglýsta. Það segir allt sem segja þarf.

Siggi (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 05:48

12 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Vissulega eru þetta góðar og gildar röksemdafærslur hjá þér Siggi en ég verð samt að spyrja sjálfan mig (og aðra) eftirfarandi spurningar: "Er það ólöglegt að fyrirtæki stjórni því fullkomlega hvað er fast inni í hugbúnaði frá þeim og hvað ekki?"

Mér finnst mjög hæpið að halda því fram að Microsoft sé að brjóta lög. Þeir smíðuðu stórkostlegt stýrikerfi og hafa ráðandi markaðsstöðu og geta því vissulega nýtt sér hana. Það fer hinsvegar ekkert á milli mála að hverjum og einum notenda er algjörlega frjálst að velja og hafna. Ég nota tildæmis alltaf winamp.. notaði hann líka þegar MediPlayer var fastur inni í stýrikerfinu. Það breytti litlu sem engu fyrir mig að hann skyldi tekinn út... ef eitthvað er skapaði það minniháttar ÓÞÆGINDI því ég þarf að sækja hann sérstaklega þar sem hann hentar stundum betur til að spila ákveðna "fæla".

Ef ég hefði skrifað forrit eins og MSN þá myndi ég sjálfsögðu láta það "by default" nota önnur forrit frá mér. Afhverju? Vegna þess að það eru forrit sem ég þekki og get treyst og get því fyrir vikið tryggt 100% samvirkni.

Varðandi samlíkingu mína við Adobe ELEMENTS (talaði ekkert um Photoshop) þá á hún fullkomlega við þar sem Elements er svona minnháttar teikni/ myndvinnsluforrit sem getur ekki rass :)
En ef sú samlíking truflar einhver þá getum við borið MS Paint saman við forrit eins og Pixarra, PaintNet, TuxPaint og svona mætti lengi telja. En þessum fyrirtækjum dettur ekki í hug að fara í lögsókn.

Svo finnst mér dekkjasamlíking Þórs bara alveg ágæt. Því þú getur ekki fengið bílin á öðrum dekkjum en þeim sem umboðið hefur ákveðið að fylgi með en þú getur samt sem áður skipt um eftir á... það meira að segja kostar mann hellings pening. Að sama skapi neyðist maður til að fá IE með stýrikerfinu en þú getur svo sannarlega smellt inn öðrum vafra, fyrirhafnarlítið, haft hann "by default" en ólíkt dekkjaskiptunum er þetta ókeypis og þú gert gert það sjálfur á örfáum mínútum! (af hverju er enginn búinn að fara í mál við bílasalana?!)

Tryggvi F. Elínarson, 14.12.2007 kl. 09:31

13 identicon

"Öfundsýki og léleg sölumennska"

 Miklu frekar krafa um möguleika á samkeppni. Með þessa yfirburða stöðu sem Microsoft er í þá hafa þeir óeðliegt vald á því hvað tölvuverslanir geta með góðu móti boðið með tölvunum. Um það snýst málið, ekki Windows beint úr pakkanum. Það er sammt auðvelt að skilja málið á annann hátt miðið við hvernig fréttinn er framsett.

Óli (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:49

14 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Windows hefur vissulega sína galla, ég er svolítið að grúska í samsetningum og forritun sjálfur, mér finnst samt sem áður stýrikerfið alveg ágætt.  Sömuleiðis hefur IE sína galla, er samt ágætur að sínu leiti.  Maður getur samt skilið að litlu gaurarnir reyni hvað þeir geti til að ná sínu fram, ég veit samt ekki með þessa aðferð.  Ég var persónulega aldrei neitt sérstaklega hlynntur þessum úrskurði evrópusambandsins gagnvart MP en svona erum við Evrópubúar greinilega þegar kemur að samkeppnislögum.  Ég set mitt atkvæði hjá báðum aðilum (vegna þess að ég bæði nota FF og IE með miklum ágætum).

Garðar Valur Hallfreðsson, 14.12.2007 kl. 11:19

15 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég þekki ekki þessi mál en Stefán Vignir útskýrir málaferli Opera hér eins og Mogginn hefði átt að gera það.  Skv. þeirri útskýringu skilur maður vel að Opera vilji fara í mál.

Svanur Sigurbjörnsson, 14.12.2007 kl. 11:52

16 identicon

Það er fróðlegt að lesa ofannefndar athugasemdir og sýnir glöggt ægivald M$ á markaðnum.  Það er sumstaðarar dýrara að kaupa tölvu án stýrikerfis heldur en með Window$.  Window$ hefur verið og er meingallað, öryggisgallarnir eru með ólíkindum svo ég tali nú ekki um gallana í IE og WMP sem er svo rækileg múrað fast við stýrikerfiskjarnan að það er ekki hægt að gera þessi kerfi óvirk nema að hluta og alls ekki hægt að taka þau út.  M$ vill ekki fara eftir alþjóðlegum stöðlum nema þegar þeim hentar.  Þeir hafa gengið svo lang að neyta hugbúnaðarframleiðendum um upplýsingar um stýrikerfið þannig að á tímabili var ekki útlit fyrir að neinn vírusvarnarframleiðandi gæti skrifað hugbúnað fyir Vista en M$ lét undan þrýsting enda hefði verið farið í mál við þá annars.  Ágætu M$ aðdáendur, takið M$ lógóið úr augunum og skoðið staðreyndir (td. vefir ZDnet og Secunia),  þær tala sínu máli!

"In a world without walls and fences, who needs Window$ and Gates!" 

Sigurður S. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:24

17 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með Sigurði og Svani. Stefán Vignir,  sem Svanur linkar í, bendir á það að MS Internet Explorer virðist viljandi vera brjóta staðla W3.org.

Þar með fara vefhönnuðir að hanna vefi miðið við gallaða útfærslu MSIE á stöðlum, og vefirnir koma illa út í öðrum vöfrum. Opera hins vegar er með þeim duglegasti að fylgja staðlana. Opera sem fer eftir reglunum líður undir því á meðan MS sem brýtur þá græðir,  vegna markaðsráðandi stöðu. Þrátt fyrir því að MS eigi aðild að w3.org

Morten Lange, 14.12.2007 kl. 15:48

18 identicon

Þannig að windows er að nota markaðsráðandi stöðu sína til að halda öðrum frá internetinu!?!?

Hvernig gera þeir það?

t.d. er hér vefur í danmörku, jótlands-pósturinn www.jp2.dk

ég get ekki notað Safari vafrann til að skoða þessa síðu, ég verð að hafa

Windows® XP SP2 eða Windows Vista og Internet Explorer version 6.0 eða nýrra.

Það er þetta sem Microsoft er að gera, útiloka aðra browsera frá "internetinu"

Rúnar I Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband