Hvernig komast menn að því að 438 ára fangelsi sé málið?
Ef við hugsum ekki um það hversu kjánalegt það er að dæma mann a.m.k. 300+ árum lengur en hann lifir... þá hlýtur maður spyrja sig: afhverju 438? Ef þeir hefðu dæmt hann í t.d. 421 ár hefðu þá komið fram raddir sem segja: "Dómarinn er gunga, dómurinn er allt of linur, það þarf að herða refsingar hérna!" ... en ef dómurinn hefði verið 448 ár hefði þá stór hópur hugsanlega komið fram: "dómarinn er brjálaður! Þetta er allt of þungur dómur... 420 ár er alveg hámark!" - En kannski er öllum bara skít sama... dómarinn er með tening sem hann kastaði 3... það kom upp 4 í fyrsta kasti, svo 3 og svo að lokum 8. Því dæmdi hann mannin í 4-3-8 ára fangelsi!
...eða veit dómarinn kannski eitthvað sem við vitum ekki.. t.d. af lifnaðarpillu sem er væntanleg á markað eða er hugsanlega að koma fram eitthvað svona yngingartöframeðal... þannig að við þurfum að senda fólk í 400+ ár í fangelsi? Maður bara hlýtur að spyrja!
![]() |
Dæmdur í 438 ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ertu ad grinast..??... segdu mer ad tu attir tig a afhverju tad er 438 en ekki 442 eda eitthvad annad.... og "LIFNADARPILLA" ??? hvad i ANDSKOTANUM er tad og afhverju LIFNADARpilla bendir of mikid til lifshatta frekar en langlifis, veit ekki en held tu sert kanski halfviti..:s
Vopni (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 00:58
Ef ég hefði verið dómarinn hefði ég a.m.k. valið flotta prímtölu eða reynt að gera eitthvað smart eins og 444 ár eða 432 ár... en ég er kannski bara hálviti :p ...hver veit?!
Tryggvi F. Elínarson, 15.12.2007 kl. 01:15
ég hefði bara valið number of the beast...666 ár.
Ingi B. Ingason, 15.12.2007 kl. 03:13
Hahaha ætli þessi Vopni sé kjáni ? :)
Karl H (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 06:46
Ég hef einmitt oft velt þessu fyrir mér þegar ég sé dóma frá þessu landi. 120 ára fangelsi.. 320 ára fangelisvist..
Af hverju ekki bara "lifstíðardómur" sem þýðir bara "til dauðadags". Mjög einfalt. En kannski er það eins og þú segir, að dómararnir vita af einhverju svona yngingarmeðali eða langlífisdrykk sem á eftir að koma á markað og eru í raun ekki að dæma mennina til dauðadags heldur að þeir verði vonandi búnir að átta sig á að þeir hafi gert rangt eftir 300+ ára vist..
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 15.12.2007 kl. 13:02
Svona dómar koma eingöngu þegar mörg morð hafa verið framin. Og eina ástæðan fyrir svona mörgum árum er að það er dæmdur árafjöldi fyrir hvert einasta morð (og svo í þessu tilviki líka kynferðisglæp).
Ekki veit ég til hvort hægt sé að dæma í t.d. tvöfaldan lífstíðardóm, sem hér eru 16 ár, sem er í raun alveg fáranlegt ef það er ekki. Það segir okkur það að einhver hálfviti gæti farið í kringluna með segjum bara vel hlaðna vélbyssu (bara sem dæmi) og skotið segjum 20 einstaklinga til bana en fá þá einungis 16 ár?Í staðinn fyrir að fá lífstíðardóm fyrir hvert einasta morð sem hann framdi.
Í bandaríkjunum er dæmt fyrir hvert morð og það er auðvitað gott mál þó svo árafjöldinn hljómar auðvitað kjánalega þannig séð.
ViceRoy, 15.12.2007 kl. 13:51
já það er soldið magnað hvað maður getur fengið langan dóm, er einmitt að spá hvort maður þarf að dúsa þarna inni allan tímann og verði síðan bara sópað burt árið 2445 eða svo, en eitt er víst það er ekki notuð þessi aðferð.. dómarinn er með tening sem hann kastaði 3... það kom upp 4 í fyrsta kasti, svo 3 og svo að lokum 8. Því dæmdi hann mannin í 4-3-8 ára fangelsi!
Allavegana finnst mér hæpið að þeir fá 8 á teningnum, nema þeir nota einhverja sérstaka teninga þarna í kanalandi.
Bragi Jónsson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 16:39
Bragi... ég mæli með myndinni Astrópíu, en í þeirri ágætu mynd færðu að skyggnast inn í heima RPG (Role Playing Games) eða hlutverkaleika eins og það er kallað. En þeir sem þekkja til í þeim heimi vita af þeim fjölmörgu skemmtilegu teningum sem eru með allt að 12 hliðum!
Semsagt... já, dómararnir í kanalandi eru pottþétt með sérstakan 9 hliða tening, en slíikur tengingur fæst pottþétt í Nexus, sem er lúðabúð með frábært úrval af vörum fyrir RPG nörda og aðra lúða.
Tryggvi F. Elínarson, 17.12.2007 kl. 09:26
Teningurinn hlýtur að hafa 10 hliðar, 0-1-2-3-4-5-6-7-8-9 :)
Guðlaug Birna Björnsdóttir, 17.12.2007 kl. 12:38
Veit ekki hvort greinin er röng en þar kemur fram að hann hafi nauðgað konum tvem með einum eða öðrum hætt.
Þetta þykir mér ansi þungt þó að nauðgun sé algerlega óviðunnandi ætti maðurinn samt sem áður að fá tækifæri til þess að sjá sólina á ný.
Það kemur jafnframt fram að hann sé grunaður um að hafa myrt fjölda manns en hann er ekki dæmdur fyrir það heldur bara þessar 2 nauðganir.
Tryggvi Þórhallson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.