Skýr skilaboð frá almættinu?

Ég minnist þess í óveðrinu núna að þegar að "trúboð í skólum" umræðan stóð sem hæðst kom svona óveðursskellur og börn gátu ekki farið í skólann, svona næstum því eins og almættið væri að segja okkur að fyrst það ætti að taka trúboðið út þá færu börnin bara ekkert í skólann.

Nýr meirihluti tók við í gær og almættið tryggir það að fólk yfirgefi ekki heimili sín á fyrsta starfsdegi.  Óveður og allir fastir út um allt. Framkvæmdasvið borgarinnar hefur ekki undan að moka snjó....

Skýr skilaboð?


mbl.is Fólk haldi sig heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Nei.

Eðlilegt veðurfyrirbrigði.

Það vita þeir sem lærðu e-ð annað en kristinfræði í skólum. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.1.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: Sigurjón

Jamm, t.d. smá veðurfræði.  Ég tek þessu sem gríni hjá þér Tryggvi.  Annars er þetta sorglegt.

Sigurjón, 25.1.2008 kl. 10:54

3 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Hahaha... vitanlega var þetta sett fram sem spaug. Hló mikið þegar ég las í nóvember eða desember eitthvað á þá leið að "almættið" væri að koma skoðunum sínum á framfæri með því hindra skólagöngu barna.

Sumt fólk... segi ég nú bara og hristi höfuðið.

Tryggvi F. Elínarson, 25.1.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband