Eins mikið og ég er á móti öllu sem heitir "reglur fyrir internet" og er sérstaklega á móti öllu því sem felur í sér að fylgst sé með netnotkun hvers og eins þá á ég tiltölulega auðvelt með að skilja forsendur laganna.
Margir hafa hlaupið upp til handa og fóta og segja þetta brot á mannréttindum, það sé ekki hægt að svipta hinn almenna borgara aðgangi að tölvupósti og þeim nauðsynlegu uppl. sem liggja á netinu. Ég hef séð og heyrt alls kyns samlíkingar sem mér fannst flestar vera kjánalegar og vitlaust framsettar. Því ætla ég að setja mínar eigin samlíkingar fram (gegn betri vitund minni) sem sýna að hugsunin á bak við lögin er ekki röng.
Lögin segja einfaldlega: ef þú brýtur illa af þér verður sviptur aðgangi að netinu.
Til samanburðar:
Ef þú brýtur illa af þér í umferðinni þá ertu sviptur réttindum til að taka þátt í "umferðarmenningunni"
Ef þú ferð milli verslana og stelur reglulega þá að lokum verðurðu settur í steininn, þ.e. sviptur frelsinu til að umgangast aðra, umgangast verslanir og meira til
Ef þú hagar þér illa inni á skemmtistað þá er þér hent út og þér meinaður aðgangur.
Ef þú brýtur af þér og hagar þér eins og fífl í skóla endar með því að þér verður vísað úr skólanum og þér meinaður aðgangur.
Ef þú brýtur illa af þér erlendis eru góðar líkur á því að þér verði vísað úr landi og þér framvegis meinað um aðgang að viðkomandi landi.
Ef þú ert staðinn að því að brjóta lyfjareglur í íþróttum er þér vísað úr sportinu og þér bannað að taka þátt jafnvel árum saman.
...er það þá óeðlilegt að einhverjir vilji setja samskonar reglur á internetið?
Ég velti því hinsvegar fyrir mér rétt eins og Garðar Valur hvernig hægt sé að sanna að meintur glæpamaður hafi vitað að hann hafi gerst brotlegur. Ef einhver er beinlínis að bjóða mér að niðurhala einhverju efni, hvernig get ég vitað að viðkomandi hafi stolið því? Sönnunarbyrðin er mjög erfið í þessum málum og ég tel persónulega að menn(yfirvöld) ættu að láta það algjörlega vera að eltast við þetta og setja peningana frekar í eitthvað mun þarfara.
Svo má auðvitað líka rífast um allar þær fjölmörgu rannsóknir sem sumar segja að meintur þjófnaður auki söluna á tónlist og kvikmyndum á meðan aðrar segja iðnaðinn vera að tapa á þessu.
Það eina sem mér finnst skipta máli í þessu er að tryggja að ekkert verði gert sem skerðir internetið á einn né neinn hátt.
Áframhaldandi frelsi á Internetinu er forsenda þess að það haldi áfram að dafna og blómstra eins og það hefur gert hingað til. Það er algjörlega "priceless"
ESB íhugar að taka upp frönsk netlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 25.1.2008 | 10:19 (breytt kl. 10:20) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Tryggvi og takk fyrir að benda á síðuna mína.
Ég sé að við erum að mörgu leyti sammála en mér finnst samt alltaf rökfærslurnar um boðin og bönnin votta af tvískilningu. Mér finnst stundum eins og fólk sé að bera saman epli og appelsínu, sennilega vegna þess að ég sé þetta í öðru ljósi en sumir, þar sem netið er svo nýtt og öðruvísi.
Þú segir að ef þú brýtur af þér í einhvers konar formi er þér meinaður aðgangur að því um hæl, með vísan í listann þinn hér að ofan. Þessi boð og bönn eru góð og gild vegna þess að við skiljum þau og þau eru að öllu jöfnu gagnsæ. Aftur á móti get ég leikið mér með orðin og sagt á móti, ef ég labba inn í búð og stel geisladisk þá er mér bannað að hlusta á tónlist í t.d. 1 ár eða svo, kannski væri það hæfileg refsing.
Ástæða þess að ég kasta þessu upp svona er að fyrir mér er þetta nákvæmlega svona fyrir sjónum, þ.e.a.s. við getum ekki meinað fólki aðgangi að netinu því að það er viss afturhaldssemi. Getum við ekki frekar reynt að nýta okkur þessa tækni okkur til framdráttar? Kannski gera lögin um niður- og upphal skýrari? (en ekki banna!!!)
Garðar Valur Hallfreðsson, 25.1.2008 kl. 10:43
Við erum gum greinilega algjörlega á sömu línu með þetta Garðar. Ég einmitt velti því sjálfur fyrir mér hvort hægt sé að banna mér að lesa bækur ef ég hef einhverntíman ljósritað eitthvað.. eða stolið bók, og þá að sama skapi, ef ég er að stela sjónvarpsefni í gegnum netið, og einhver vildi fyrir vikið neita mér um aðgang að netinu, er þá ekki eðlilega að neita mér um aðgang að sjónvarpi, kvikmyndahúsum og svo framvegis?
Þegar vel er að gáð sjá menn að slíkt myndi aldrei ganga.
Mér hefur fundist vanta, bæði hjá almenningi og yfirvöldum, betri skilning á því hve ólíkt internetið er öllu öðru. Þetta er mjög sérstakt fyrirbæri og öll þau lög og þær reglur sem eru settar í tengslum við það verða að vera sérstaklega vel ígrundaðar því netið lýður öðrum lögmálum en við þekkjum úr okkar daglega lífi. Það frelsi sem hefur ríkt á netinu er stærsta ástæðan fyrir því hve hratt það óx og hve vel það dafnar.
Mín skoðun á þessu er í raun einföld. Lögin um ólöglegt niðurhal (og upphal) verða að vera mjög skýr, refsingin á svo að vera sú sama og fyrir önnur brot af svipuðu tagi, þ.e. menn fara einfaldlega í grjótið.
Tryggvi F. Elínarson, 25.1.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.