Frábært framtak

Vonandi verður þetta til þess að sumir foreldrar vakni til vitundar um það hversu algengt það er að krakkar á grunnskólaaldri séu að stunda kynlíf. Og í allt of mörgum tilfellum hafa foreldrar það hreinlega ekki í sér að ræða þessi mál. Fyrir vikið verður það sem þau sjá á netinu að viðmiði og það er því miður í fæstum tilvikum gott. Enda heyrir maður alls kyns skrýtnar sögur úr samtímanum...

Ekki var þetta svona þegar ég var í grunnskóla, enda Internetið varla komið á laggirnar og því ekkert sem sagði manni að það væri hinn eðlilegasti hlutur að "totta sig inn í partý" ! jahérna hér!


mbl.is Dreifa 50.000 smokkum til forvarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei þá var "tottað inn á drengjaheimili".  Veistu ég byrjaði að skoða klám 12 ára en aldrei datt mér í hug að taka þátt í svona samkvæmum. Svo hafa ungmenni (aðallega drengir) laumast í svona efni í marga áratugi, fyrir internetið voru til tímarit og myndbönd. Ég er ekki að segja að internetið hafi engin áhrif, en ég held að flestir unglingar séu nógu gáfaðir til þess að átta sig á því að kynlíf er yfirleitt öðruvísi í raunveruleikanum. Annars hef ég aldrei séð "tottað inn í partý" klámmyndband á netinu. Svo er líka óteljandi mikið af UPPLÝSINGUM um kynlíf á netinu, í skólum og öðrum fræðslutólum. Foreldrar þurfa ekki lengur að útskýra "the bird and the bee's" vegna þess að þau lesa og heyra um þetta frekar ung. Svo halda sumir að internetið sé að auka tíðni á nauðgunum, bæði á börnum og fullorðnum. Eitthvað sem hefur fylgt okkur mannskepnunni frá upphafi. Það er einföld skýring á þeirri tíðni eða að umræðan hefur aldrei verið jafn opin og í dag, fleiri þora að gefa sig fram. Klámvæðingin á alveg hlut í þeirri þróun.

En já feministar og bannistar halda áfram að ýkja hlutina fyrir eigin málstað. 

Geiri (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:23

2 identicon

Þetta er mjög gott og þarft verkefni. Frekar að þau hafi greiðan aðgang að smokkum ef þau ætla á annað borð að stunda kynlíf heldur en að vera að taka áhættu.

Þó það séu engin sérstök "totta inn í partý" vídeó á netinu þá er þetta samt blákaldur raunveruleiki sem á rætur sínar að rekja til lágrar sjálfsmyndar og hópþrýstings. Þegar krakkar alast upp við að bera ekki virðingu fyrir sér eða öðrum þá er þetta ekkert svo langsótt að einhverjum detti í hug að nýta sér það. Á þennan hátt sem og annan.

Ég hugsa að klámvæðingin opni frekar umræður um kynlíf en að eiga hlut í ofbeldi tengdu kynlífi. Ég veit að löggan fann fyrir lækkun á kynferðisofbeldi þegar strippklúbbarnir voru hér sem flestir.

Enn og aftur gott mál með smokkadreifinguna hjá Nýju upphafi. Nú þarf bara kennslu í sjálfsmati fyrir skólakrakka  svo þau glepjist ekki af hópþrýsting. Já og opna umræðu um kynlíf í skólum.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:28

3 identicon

Ja, en hvað með viðbrögðin vegna hreinnar/hreins meyjar/sveins á þrítugsaldri ? Það liggur við að það sé sett á fót styrktarsamtök fyrir slík "grey"! Það að ákveða að ekki stunda kynlíf, það liggur við að það sé hringt á Klepp fyrir mann.

M.Th (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband