Sautján veldið (NTC) kúgar sprotafyrirtæki.

Ég var að fá ljótar fréttir af NTC. Algjör skandall svo ekki sé meira sagt. Skil ekki að fyrirtæki af þessari stærðargráðu skuli haga sér svona gagnvart litlu sprotafyriræki sem er að reyna að fóta sig.

Ég hvet alla til að lesa tilkynningu frá E-Label hér að neðan.

Hvet einnig alla sem styðja nýsköpun og sprotafyrirtæki til að sniðganga allar verslanir NTC (sem eru; SAUTJÁN-DERES, RETRO, SMASH,MISS SIXTY, FOCUS, COMPANYS, EVA, KÚLTÚR, GS SKÓR, CENTRUM).
 Stórfyrirtæki ættu að fagna samkeppni og frumkvæði, ekki kúga hana og misbjóða almenningi á tímum sem þessum þegar frumkvæðis og atvinnusköpunar er þörf!

Frá E-label (fös 06. mars):
 E-label fékk þær fréttir í gær að Svava Johansen, eigandi Sautján-veldisins krefjist þess að E-label hætti samstundis framleiðslu í verksmiðju þar sem báðir aðilar framleiða.

Verksmiðja þessi hefur framleitt fyrir NTC í mörg ár en E-label tók tilboði þeirra í vetur í fyrsta skipti þegar ódýrara tilboð á viscose efnum barst frá þeim. Svava hefur hótað verksmiðjunni að hætta öllum viðskiptum við verksmiðjuna ef framleiðsla á E-label fatnaði heldur áfram þ.a.l sér þessi litla verksmiðjan sig knúna til að loka á E-label. Afleiðingarnar eru þær að E-label fær ekki sendinguna sína.

Mikil reiði og samstaða er hjá íslenskum hönnuðum vegna þessa og er það hneykslanlegt að stór verslunarkeðja eins og NTC sé að leggja stein í götu íslenskra hönnuða. Slík framkoma og viðskiptahættir heyra til fortíðar og eru með öllu óásættanlegir enda hafa íslenskir fatahönnuðir hjálpast að í gegnum tíðina frekar en að stunda skemmdaverk gegn hvor öðrum. T.a.m eru íslenskir hönnuðir mjög oft að framleiða hjá sömu verksmiðjunum erlendis og hafa deilt þekkingu og samböndum sínum til að koma íslenskri hönnun á framfæri.

Í dag segir Svava Johansen í Fréttablaðinu að trúnaðarupplýsingum hafi verið stolið frá NTC. Hvað meinar konan? Að verksmiðjan þar sem hún framleiðir sínar vörur séu trúnaðarmál? Það er öllum frjálst að fá tilboð og framleiða í verksmiðjum en það er rangt að kúga litla verksmiðju til að stöðva framleiðslu hjá minni viðskiptavini vegna stærðar sinnar.

Endilega tjáið ykkur hér og spread the word! http://www.e-label.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var fyrrum starfsmaður NTC sem flutti sig yfir til E-Label, þessi starfsmaður hafði unnið að samningi við þetta framleiðslufyrirtæki fyrir NTC. Svava vildi ekki að á svona litlu landi myndu tvö tíkufyrirtæki versla við sama framleiðslufyrirtækið og jafn vel nota sömu efni.

Júlía (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 08:52

2 Smámynd: Tryggvi F. Elínarson

Þó það sé þannig í pottinn búið réttlætir það á engan hátt vinnubrögðin. Svo get ég ekki séð að það skipti neinu máli að tvö fyrirtæki láti framleiða fyrir sig hjá sama fyrirtækinu.

Vissirðu að Fiat og Ferrari kemur úr sömu verksmiðjunni? eða að Volvo, Ford og Jagúar séu undir sama hatti? eða að Nissan og Renault sé úr sömu verksmiðju... og öllum er sama. Þetta snýst um hönnun og útlit, ekki framleiðslufyritæki. Einfaldlega lélegt af Svövu að bola litlu fyrirtæki út hjá ódýru framleiðslufyrirtæki.

Tryggvi F. Elínarson, 10.3.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Fáranlegt, skirfaði líka um þetta

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.3.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband