Færsluflokkur: Bloggar

Sumarhús til leigu - Orlando Flórída

Uppfærsla 2011: Þeir aðilar sem ég setti síðuna upp fyrir hafa greinilega ekki endurnýjað lénið og því liggur síðan niðri. Eflaust er hægt að fá nánari upplýsingar um húsið (eða húsin) í síma 578 3000 

Var að henda upp ansi fínni síðu þar sem er að finna sumarhús til leigu rétt við Orlando í Flórída.

Þetta er á mjög flottu svæði sem heitir Windsor Hills en það er einungis í nokkurra mínútna fjarlægð frá Disney World, Universal Studios og fleiri skemmtigörðum.

Langar þig ekki til fara í frí í sólina?
Kíktu á http://windsorhillshouses.net (síðan liggur niðri)

Sumarhús til leigu

 


Twitter dellan

Ég er búinn að vera að prufa þetta twitter dót, er nú bara ekki svo vitlaust eftir allt saman. Hægt er að finna mig @tryggvie - endilega finndu mig ef þú ert á Twitter.

Var líka að komast að því að það er til fullt af sniðugum tólum fyrir Twitter.Ég nota til dæmis TweetDeck til að Twitta.. ferlega sniðugt tól og mun þægilegra í notkun heldur en vefurinn. Svo finnst mér TweetLater vera snilld til að gera sjálfvirkar Tweetfærslur, senda sjálfvirkar kveðjur og svoleiðis.

Ég er semsagt hættur að vera þeirrar skoðunar að Twitter sé bóla sem springi hratt og örugglega... ég held að Twitter sé komið til að vera!

Kv
T


Framtíðarsýn þjóðar og Hugmyndaráðuneytið

Framtíðarsýn þjóðar (Hugmyndaráðuneytið) er forsíðufréttin í Fjarðarpóstinum sem var að koma út.
Hægt að skoða pdf á slóðinni: http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2009-15-skjar.pdf

 

Hugmyndaráðuneytið ásamt Menntamálaráðuneytinu vilja vekja athygli á verkefninu Framtíðarsýn þjóðar sem stendur yfir dagana 17. til 24. apríl. Verkefnið er heimaverkefni sem skólar geta boðið nemendum að leysa í faðmi fjölskyldunnar. Verkefninu er ætlað að styrkja tengsl barna og foreldra sem og þjóðarinnar allrar með því veita Íslendingum sterka framtíðarsýn og von.

Frumkvæði að verkefninu á Hugmyndaráðuneytið sem eru ópólitísk grasrótarsamtök og starfa án allra fjárveitinga og hagsmunatengsla. Það óskar nú eftir samstarfi við skóla landsins til að tryggja að verkefnið nái til barna og unglinga. Verkefninu er ætlað að vekja yngri kynslóðir, erfingja landsins, til umhugsunar um framtíðina og virkja þau til þátttöku. Án aðkomu skólakerfisins er hætt við að verkefnið nái ekki til barna og unglinga.

Úrlausn verkefnisins fer fram á heimili nemenda og í gegnum vefinn. Kennarar og skólar eru beðnir að dreifa verkefnisblaði til nemenda og veita því móttöku viku síðar. Verkefnið veitir fjölskyldum tækifæri á að setjast niður með börnum sínum og ræða saman um mikilvæg málefni og svara saman spurningum sem horfa til framtíðar.

Menntamálaráðuneytið hvetur til þátttöku í verkefninu.


Virkilega smart leið í kreppunni!

Núna í kreppunni eru flestir að velta því fyrir sér hvernig þeir geta náð sér í aukapening eða hvernig þeir geti aukið tekjurnar í fyrirtækinu sínu.

Mack nokkur er algjört gúru í markaðssetningu á netinu og er með frábæran klúbb þar sem hann er með fullt af kennsluefni (á vidjóformi) í hefðbundum og óhefðbundnum markaðsleiðum á internetinu. Þetta er alveg ótrúlega flott og vandað kennsluefni og inniheldur virkilega safarík trikk og ferskar hugmyndir.

Þetta er brilliant fyrir þá sem eru með fyrirtæki og vilja ná sér í virkilega góða þekkingu á internetmarkaðssetningu fyrir lítinn pening.

Þetta er brilliant fyrir þá sem vantar að ná sér í aukatekjur því Mack kennir mjög flottar leiðir til að markaðssetja og/eða kynna vörur annarra og fá greitt verulegar upphæðir fyrir!

Mæli með að þú skoðir fríu vidjóin á síðunni til að fá forsmekkin af því sem er í klúbbnum

http://www.FutureMaverickMoneyMakers.com


Svava Johansen og E-Label - ævintýrið heldur áfram :)

Má til með að skjóta hér inn fréttatilkynningu frá E-label fyrir þá sem hafa verið að fylgjast með þessu máli. tölvupóstana sem gengi á milli e-label og verksmiðjunnar má sjá inni á Facebook (http://www.facebook.com/note.php?note_id=56361401841&ref=mf)

FRÉTTATILKYNNING 11. Mars 2009

Svava Johansen og E-Label:

Skólabókadæmi í siðlausum viðskiptum

Í viðtali við Fréttablaðið viðurkennir Svava Johansen berum orðum að NTC hyggist halda baráttu sinni áfram fyrir að knésetja minni samkeppnisaðila í tískubransanum.
Hún segir um frönsku verksmiðjuna sem E-label hefur gert samning við og allur styrrinn stendur út af: “Ef þeir vilja brjóta samning við okkur þá er það þeirra mál. Þá myndum við kannski fara í mál eða skoða það.”

Ef pöntun E-label er undir framleiðslulágmörkum, eigendur fyrirtækisins hafa villt á sér heimildir og sagst ætla að selja vörurnar aðeins á Bretlandsmarkaði, hvers vegna ætti framleiðandinn þá að brjóta einhvern samning á NTC? Er þá ekki bara augljóst að ekkert verður af samningum óháð því hvort NTC skiptir sér af því eða ekki?

Sannleikurinn er nefnilega sá að E-label hafði samband við frönsku verksmiðjuna þegar í janúar og það tókust með þeim samningar, kreditt-tékk var framkvæmt og sýnishorna framleiðsla hófst. Umræður um magn leiddu til þess að samið var um 100 eintök hið minnsta. Af tölvupósti, sem fylgir í afriti, kemur glöggt fram að fulltrúi E-label skýrði fulltrúa frönsku verksmiðjunnar frá því að E-label væri íslensk verslun og hyggðist m.a. selja vörurnar m.a á Íslandi. Þá fékk E-label afhent sýnishorn sem voru framleidd og merkt verksmiðjunni. Það liggja líka fyrir langtum fleiri gögn sem sína ótvírætt hvernig í málunum liggur.

Það er því augljóst að Svava fer með hrein ósannindi. Hún hafði engin afskipti af málinu fyrr en í síðustu viku á fimmtudaginn sl þegar framleiðslan var stöðvuð skyndilega.
Hvort NTC hefur einhvern samning við framleiðandann skal látið ósagt, en samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjunni kemur ekkért slíkt fram. Þar að leiðandi er ljóst að Svava hefur beitt óheiðarlegum viðskiptaaðferðum. NTC er markaðsráðandi verslunarkeðja, sem með framferði sínu reynir að brjóta keppinauta sína á bak aftur.

Að auki stendur það sem E-label hefur áður bent á, Svava reynir með siðlausum viðskiptaháttum sínum að leggja steina í götu íslenskra hönnuða.
Málflutningur Svövu er fullur af þversögnum og ósannindum eins og berlega kemur fram í viðtali í Fréttablaðinu miðvikudaginn 11. mars s.l.
E-label mun ekki beygja sig fyrir svona hátterni heldur leita réttar síns á annan hátt ef Svava biðst ekki afsökunar á ásökunum sínum og hættir við ætlun sína um að þvinga franska framleiðandann til að sniðganga framleiðslu E-labels.

Fyrir hönd eigenda E-label

Andrea Brabin
Ásta Kristjánsdóttir
Heba Hallgrímsdóttir
Hilmar Stefánsson
Siggeir M. Hafsteinsson


Sautján veldið (NTC) kúgar sprotafyrirtæki.

Ég var að fá ljótar fréttir af NTC. Algjör skandall svo ekki sé meira sagt. Skil ekki að fyrirtæki af þessari stærðargráðu skuli haga sér svona gagnvart litlu sprotafyriræki sem er að reyna að fóta sig.

Ég hvet alla til að lesa tilkynningu frá E-Label hér að neðan.

Hvet einnig alla sem styðja nýsköpun og sprotafyrirtæki til að sniðganga allar verslanir NTC (sem eru; SAUTJÁN-DERES, RETRO, SMASH,MISS SIXTY, FOCUS, COMPANYS, EVA, KÚLTÚR, GS SKÓR, CENTRUM).
 Stórfyrirtæki ættu að fagna samkeppni og frumkvæði, ekki kúga hana og misbjóða almenningi á tímum sem þessum þegar frumkvæðis og atvinnusköpunar er þörf!

Frá E-label (fös 06. mars):
 E-label fékk þær fréttir í gær að Svava Johansen, eigandi Sautján-veldisins krefjist þess að E-label hætti samstundis framleiðslu í verksmiðju þar sem báðir aðilar framleiða.

Verksmiðja þessi hefur framleitt fyrir NTC í mörg ár en E-label tók tilboði þeirra í vetur í fyrsta skipti þegar ódýrara tilboð á viscose efnum barst frá þeim. Svava hefur hótað verksmiðjunni að hætta öllum viðskiptum við verksmiðjuna ef framleiðsla á E-label fatnaði heldur áfram þ.a.l sér þessi litla verksmiðjan sig knúna til að loka á E-label. Afleiðingarnar eru þær að E-label fær ekki sendinguna sína.

Mikil reiði og samstaða er hjá íslenskum hönnuðum vegna þessa og er það hneykslanlegt að stór verslunarkeðja eins og NTC sé að leggja stein í götu íslenskra hönnuða. Slík framkoma og viðskiptahættir heyra til fortíðar og eru með öllu óásættanlegir enda hafa íslenskir fatahönnuðir hjálpast að í gegnum tíðina frekar en að stunda skemmdaverk gegn hvor öðrum. T.a.m eru íslenskir hönnuðir mjög oft að framleiða hjá sömu verksmiðjunum erlendis og hafa deilt þekkingu og samböndum sínum til að koma íslenskri hönnun á framfæri.

Í dag segir Svava Johansen í Fréttablaðinu að trúnaðarupplýsingum hafi verið stolið frá NTC. Hvað meinar konan? Að verksmiðjan þar sem hún framleiðir sínar vörur séu trúnaðarmál? Það er öllum frjálst að fá tilboð og framleiða í verksmiðjum en það er rangt að kúga litla verksmiðju til að stöðva framleiðslu hjá minni viðskiptavini vegna stærðar sinnar.

Endilega tjáið ykkur hér og spread the word! http://www.e-label.is/


Draumur allra barna !

Hvern hefur ekki dreymt um að heimsækja Sælgætisverksmiðju Kalla? Mig dreymdi um hana þegar ég var barn og ég er viss um að kvikmyndin Charlie and the Chocolate factory hefur ekki minnkað þessa hugaróra barna.

Þó ekki sé hægt að heimsækja þennan draumaheim og Kalla er þó hægt að komast ansi nærri því með því að búa til brjóstsykur. Hvaða barn dreymir ekki um að búa til sinn eiginn brjóstsykur?!

Við vorum í gær með námskeið í brjóstsykursgerð fyrir börn og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla lukku og börnin fóru ánægð og stolt heim með afraksturinn. Á námskeiðinu kenndi ýmissa grasa og börnin bjuggu m.a. til kodda, kúlur, lengjur, sleikipinna, snúningssleikipinna, tvíburasleikipinna, fiðrildasleikipinna og voru óhrædd við að nota ímyndunaraflið við mótun brjóstsykranna.

Barnanámskeið hjá nammiland.is

Hér sjást áhugasamir nemendur á barnanámskeiði í brjóstsykursgerð fylgjast með blöndun á brjóstsykri

Auk barnanámskeiða í brjóstsykursgerð býður Nammiland.is upp á þjónustu sína í afmælum


Ein mest lesna fréttin á DV.is

Ég fékk magnaða ábendingu í gærkveldi um frétt á DV. Félagi minn hringdi í mig og benti mér á að fara á dv.is og finna þar frétt númer3 í dálknum "Mest lesnu fréttirnar". Sem ég gerði vitanlega. Fréttin sem þar var snýr að nýju fyrirtæki okkar Guðlaugar, www.nammiland.is.

Í fréttinni er verið að segja frá brjóstsykursgerð hjá einum af leiðbeinendunum okkar.
Fréttin er hér: http://www.dv.is/frettir/2008/11/2/brjostsykursjol-i-kreppunni/

Skal engan undra þó DV tali um brjóstsykursjól í kreppunni því það er mun ódýrara að gera sinn eiginn brjóstsykur heldur en að kaupa hann út í búð. Auk þess sem hann er mun hollari þar sem í honum eru engin aukaefni eða rotvarnarefni. Heimalagaður brjóstsykur hentar einnig gríðarlega vel í jólagjafir. Það er líka mjög sniðugt að gefa Brjóstsykurs-startpakka í jólagjöf eða gjafabréf á brjóstsykursgerðarnámskeið.


Þessir drengir eru líka snillingar!

Ég var svo heppinn að vera boðið að aðstoða CLARA drengina við undirbúning þeirra fyrir Gulleggið (frumkvöðlakeppni Innovit) í fyrra. Við þann undirbúning fékk ég bæði að kynnast snilligáfu drengjanna á bakvið hugmyndafræðina og fékk innsýn í það sem þeir eru með á prjónunum sem er vægast sagt magnað.
Innilega til hamingju strákar, þið áttuð þetta svo sannarlega skilið!

Þess má geta að ég og Gott val munum einnig aðstoða þá hópa sem keppa um Gulleggið 2009. Það verður virkilega spennandi að sjá hvort þar verða ekki einhverjir fleiri í sama klassa og CLARA.


mbl.is Íslenskt sprotafyrirtæki verðlaunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpun og tækifæri á krepputímum

Það er ljóst að samfélagið nötrar þessa dagana vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa á fjármálamarkaði. Fjömargir hafa nú þegar misst vinnuna og vafalítið margir sem eiga eftir að bætast í þann hóp.

 

Það dugar þó lítið að setja alla orku og einbeitingu í að einblína á svartnættið heldur verða menn einfaldlega að setja sér að leita uppi þau fjölmörgu tækifæri sem leynast víða.

Eitt af því besta sem finnst á krepputímum er starfsemi JCI en hún veitir einstaklingum fjölmörg tækifæri til að efla og bæta eigin hæfni og leiðtogahæfileika. JCI hefur einnig sterk tengsl við svið nýsköpunar hér á landi en er auk þess með gríðarlega stórt tengslanet um allan heim, en JCI er starfrækt í meira en 5.000 aðildarfélögum í á annað hundrað löndum. Einungis Rauði krossinn, sameinuðu þjóðirnar og ólympíusambandið er starfrækt í fleiri löndum.

 

Ég hvet því unga og drífandi einstaklinga á aldrinum 18-40 ára að kynna sér starfsemi JCI á Íslandi og erlendis (www.jci.is og www.jci.cc) - En einnig hvet ég áhugasama um að kynna sér nýtt aðildarfélag sem er í stofnum en starfssvið þess verður fyrst og fremst á Alþjóðasviði, Viðskiptasviði og Samfélagssviði. Hið nýja aðildarfélag ber heitir JCI Keilir


TAKTU ÞÁTT Í NÝJUM ÁFANGA JCI Á ÍSLANDI
 

Föstudaginn 10. október, kl 19:45, verður stofnun JCI Keilis í menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði.
Heiðursgestur viðburðarins er Dr. Erol User frá Tyrklandi
en hann er hingað kominn í boði forseta Íslands til að vera viðstaddur bleiku slaufuna (Pink ribbon ball).


Það væri okkur sönn ánæga ef þú gætir séð þér fært að koma á  þennan viðburð og heiðrað bæði Dr. Erol User og  Junior Chamber Internationalmeð nærveru þinni. 
Það er mikilvægt fyrir nýtt félag að fá sem flestaá stofnfund þess því það veitir félaginu aukinn kraft, auk þess sem nýir félagar fá innblástur og hvatningu af þeim stuðningi sem nærvera kraftmikilla einstaklinga veitir.
 
  

JCI_Keilir  
 
Dagskrá stofnfundar:

19:45 – Opið hús
20:00 – Dr. Erol User flytur erindi
20:25 – Tryggvi Freyr Elínarson, einn af stofnendum JCI Keilis kynnir félagið, starfsvettvang þess og verkefnin framundan
20:40 – Andri Heiðar Kristinsson, stofnandi Innovit frumkvöðlaseturs flytur erindi
20:55 – Landsforseti JCI Íslands ávarpar samkomuna
21:00 – Hlé gert á fundinum. Dr. Erol User yfirgefur samkomuna ásamt þeim gestum sem vilja.

 

Eftir stutt hlé taka við hefðbundin stofnfundarstörf, s.s. val bráðabirgðastjórnar, samþykkt lög, inntaka nýrra félaga o.fl.

Gestum er velkomið að fylgjast með þessum hluta hafi þeir áhuga.

 

Fyrir hönd stofnenda JCI Keilis,
Tryggvi Freyr Elínarson 
tryggvi(hjá)gottval.is
 
 
 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband